Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 9

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 9
9 T Ó N L I S T „Þátttaka okkar í hátíðinni að þessu sinni kom þannig til að við sendum forsvarsmönnum hátíðar- innar diskana okkar og í kjölfarið höfðu þeir samband og buðu okk- ur að koma fram á hátíðinni í sumar. Við létum þetta tækifæri að sjálfsögðu ekki framhjá okkur fara og ákváðum að drífa okkur. Við sjáum ekki eftir því, þetta var virkilega skemmtilegt og eftir- minnilegt,“ segir Björn Valur Gíslason, stýrimaður á Kleifa- berginu og prímusmótor í Roð- lausu og beinlausu. Stærsta hátíð sinnar tegundar í Evrópu Sem fyrr segir er hér um stóra tónlistarhátíð að ræða, þá stærstu sinnar tegundar sem haldin er í Evrópu, að sögn Björns Vals. Minni hátíðir af sama brunni eru haldnar m.a. í Hollandi og Hull í Englandi, í hjarta sjávarútvegsins þar í landi. „Hátíðin stóð í þrjá daga, frá föstudegi til sunnudags, og allan þann tíma iðaði allt svæðið af tónlist frá morgni til kvölds. Á hátíðarsvæðinu voru fimm stór svið þar sem leikin var fjölbreytt tónlist frá kl. 14 á dag- inn til eitt eftir miðnætti. Hver hljómsveit var á sviðinu í klukku- stund í senn og flutti sitt prógram. Þar fyrir utan tróðu menn allsstaðar upp, á veitinga- stöðum, úti á götu og hvar sem er. Þetta var alveg með ólíkindum líflegt og skemmtilegt og fólk skemmti sér virkilega vel. Ég gæti trúað því að um eitt þúsund tónlistarmenn hafi komið fram á Syngjandi sælir og glaðir í Paimpol Strákarnir í Roðlausu og beinlausu, hinir syngjandi og sælu áhafnarmeðlimir á Kleifa- berginu í Ólafsfirði, eru orðnir útflutnings- vara. Dagana 5. til 7. ágúst sl. tróð þessi gagn- merka hljómsveit upp á gríðarmikilli sjó- mannalagahátíð í Paimpol á Bretagne skagan- um í Frakklandi, en þessi hátíð hefur frá árinu 1989 verið haldin annað hvert ár og hún hefur stöðugt verið að stækka og eflast. Horft yfir Paimpol. Fjöl- margir lögðu leið sína til bæjarins á sjómannalaga- hátíðina og höfnin var full af skútum, sem komu víða að.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.