Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 30

Ægir - 01.07.2005, Blaðsíða 30
30 Á S J Ó N U M maður svaf því ekki dúr. Fyrstu vikuna var maður því ansi rauð- eygður. Einu sinni lenti ég í því í landi að fá bölvanlegt þursabit í bakið og gat mig ekki hreyft. Ég ákvað þó að fara út á sjó í næsta túr, en sagði kokkinum þegar ég kom um borð að ég yrði trúlega ekki til stórræðna. Ég fór beint í koju, en viti menn, daginn eftir var ég orðinn stálsleginn. Svo virtist sem titringurinn frá skrúf- unni hafi virkað eins og nudd á mig og gert mér þannig gott.“ Ásgrímur rifjar upp að hann hafi verið á sjó yfir jólin á Harð- baki. „Þetta var merkileg upplif- un. Það var skreytt um borð, það vantaði ekki, en það vantaði vissulega eitthvað að vera ekki með sínum nánustu. Ég man eftir því að þegar ég var á frívaktinni settist ég niður í klefann minn og lét hugann reika. Við vorum í þessum túr að veiða fyrir sölu í Grimsby og fór- um út á milli jóla og nýárs. Við gerðum mjög góða sölu, metsölu í þá daga, ef ég man rétt.“ Af sjónum í ljósmyndunina Þetta leiðir hugann að því hvort ekki hafi verið bærilegt upp úr sjómennskunni að hafa? „Jú, jú launin voru fín. Ég hafði aldrei haft annan eins pening og á þess- um tíma. Í einni inniverunni hringdi í mig ljósmyndari í Reykjavík, sem hafði raunar kennt mér í Ljós- myndaskólanum syðra og ég var í nokkru sambandi við. Þessi ágæti ljósmyndari, Óli Páll Kristjáns- son, sem nú er látinn, sagði mér að nú væri illt í efni, því hann hefði fengið kransæðastíflu og yrði að hætta rekstri ljósmynda- stofu sinnar. Þess vegna vildi hann bjóða mér hana til kaups. Ég fór í næsta túr og hugsaði mig vel um hvað ég ætti að gera. Nið- urstaðan var sú að við hjónin ákváðum að slá til og þá hætti ég á sjónum og fór suður og tók við rekstri stofunnar. Stofan hét Ljós- myndastofa Óla Páls Kristjáns- sonar, en ég skírði hana upp og kallaði Ljósop. Þetta var í sept- ember og ég fór einn suður því við höfðum ekkert íbúðarhúsnæði syðra. Fljótlega fékk ég nóg af öllu malbikinu í Reykjavík og öllum R-númerunum á bílunum og ákvað að pakka saman í des- ember 1972 og flytja stofuna norður til Akureyrar og opnaði Norðurmynd þann 16. mars 1973. Allar götur síðan hef ég rekið Norðurmynd, lengst af í Glerárgötu og nú síðustu árin að Hafnarstræti 90.“ Ómetanleg reynsla Ásgrímur segist ekki geta sagt að sjómannasamfélagið hafi komið sér á óvart. „Nei, út af fyrir gerði það það ekki. Ég var tiltölulega fljótur að samlagast þessu lífi og varð einn af strákunum. Á frí- vöktum gerðu strákarnir töluvert af því að spila bridds og ég man eftir því að Ólafur Kristjánsson, skákmaður, var eitt sinn um borð og tefldi blindskák við áhöfnina og hafði betur í öll skiptin, þótt þrír til fimm grúfðu sig yfir taflið til að sjá við Óla, en allt kom fyr- ir ekki. Eftir á að hyggja gæti ég trúað því að ég hefði verið lengur á sjónum ef mér hefði ekki boðist að kaupa Ljósmyndastofu Óla Páls Kristjánssonar. Það var ómetanleg reynsla að vera um borð í Harðbaki og ég hefði ekki fyrir nokkurn mun viljað missa af því. Á tímabili var það svo að maður hlakkaði til að komast aft- ur út eftir stutta inniveru. Ég get alveg skilið þá menn sem hafa verið á sjó alla sína ævi. Það er eitthvað við sjóinn sem togar í mann. Það er erfitt að skýra það út, en svona er það samt.“ Ásgrímur var duglegur að taka myndir um borð í Harðbaki þá mánuði sem hann var þar, eins og sjá má af þeim myndum sem birtast með þessari grein. Og hann nefnir einnig að hann hafi verið sérlegur útsendari Náttúru- gripasafnsins á Akureyri og varð- veitt ýmislegt merkilegt úr greipum Ægis fyrir safnið. Finnur Björnsson og Óskar Leifsson í góðum gír.

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.