Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2005, Síða 26

Ægir - 01.07.2005, Síða 26
26 Á S J Ó N U M að vinna fyrir þessari fjárfestingu og ég verði að drífa mig norður í hvelli! Finnur mágur minn var þá um borð í Harðbaki og hann hafði talað við Áka Stefánsson, skipstjóra, sem hafði játað því að hann vantaði aðstoðarkokk. „Jú, láttu strákinn koma og hann verður Steina Jóhanns til aðstoðar í eldhúsinu,“ hafði Áki sagt. Ég hlýddi þessu að sjálfsögðu og dreif mig norður og var kominn út á sjó með það sama. Og var auðvitað til að byrja með alveg að drepast úr sjóveiki! Reyndar rjátl- aðist hún fljótlega af mér, nema á út- og heimstíminu ef ekki var gott í sjóinn. Ég satt best að segja hafði eng- an tíma til þess að velta því fyrir mér á þessum tíma hvernig mér, landkrabbanum, leist á að skella mér á sjóinn. Maður bara fór og var ekkert að velta sér upp úr hlutunum. Auðvitað vissi ég ekk- ert hvað ég var að fara út í. Vissi það eitt að ég átti að vera aðstoð- arkokkur á skipinu, en hvað það starf þýddi í raun hafði ég ekki hugmynd um. En ég komst að raun um, þegar ég fékk mitt „skipunarbréf“ frá kokknum, að þetta var hið mesta sældarlíf! Maður gat sofið til í það minnsta klukkan ellefu á hverjum morgni, því kokkurinn, Aðalsteinn Jó- hannsson, sá um morgunvaktina og ég þurfti því ekki annað en að gera klárt í borðsalnum fyrir há- degis- og kvöldmatinn og vera klár í lúgunni milli eldhússins og borðsalarins. En stundum fór ilm- urinn upp af pottunum ekki vel í mann og þá hljóp maður út og ældi. Kom aftur inn fölur og fár, en aldrei gerðu karlarnir grín að manni fyrir þennan aumingja- skap.“ Mikilvægt hlutverk aðstoðarkokksins „Ég sá líka um síðdegiskaffið og þá fór ég oftast inn í frysti og sótti þar vínabrauðslengjur, sem ég síðan setti inn í bakarofn og hitaði. Strákarnir fengu því jafnan volgt og fínt vínarbrauð. Í þriðja lagi var hlutverk að- Ásgrímur aðstoðarkokkur og ljósmyndari á frívaktinni. Kristján Frímannsson í hita og þunga dagsins.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.