Ægir

Árgangur

Ægir - 01.06.2007, Síða 11

Ægir - 01.06.2007, Síða 11
11 S A G A N brúsa. Þeir höfðu ágætlega út úr þessu hér áður og afi minn Þorlákur sagði mér, að tvö tófuskinn hefðu jafnast á við verkamannakaup yfir árið. Hann afrekaði það líka að ganga tófuna uppi. Hann rakti slóðir í snjónum þangað til hann fann dýrið. Nú eru menn hættir að liggja, nota bara ljóskastara á bílum og blinda tófuna. Eða þeir eru með litla kastara á rifflunum. Ég er nú lítið hrifinn af slík- um veiðiaðferðum. Það eru allir hættir að bera niður, nema nágranni minn hér í Súðavík, Helgi Bjarnason frá Kleifum í Skötufirði. Hann liggur fyrir tófunni inni í Skötufjarðarbotni í landareign sinni á Kleifum. Fékk nokkuð margar í fyrravetur og hitteð- fyrra, en bara eina í vetur.“ Kjartan Geir Karlsson hef- ur lagt stund á ýmiss konar veiðiskap um dagana. Var lengi á rækjuveiðum og lagði upp hjá Frosta í Súðavík. Á handfærum á sumrin. Á ver- tíðum syðra og á síld fyrir norðan. Einnig var hann nokkrar vertíðir á hvalveiðum frá Hvalfirði svo eitthvað sé nefnd. Kom einnig við minka- veiðar, eftir að minkurinn hafði numið land vestra eftir 1970. Það hlýtur að vera gæfa hvers manns, að hafa ástríðu sína að ævistarfi og geta fram- fært sig og sína á öllu saman. Og Kjartan Geir svarar þeirri skyldugu spurningu skrásetj- ara, hvort hann mundi end- urtaka þetta, ef hann ætti þess kost, með sannfærandi jái. Saurafeðgar koma með góðan feng til Súðavíkur.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.