Ægir - 01.06.2007, Page 31
31
að bæta ástandið, er ef við
fengjum sterkari árganga inn
en úr þessu þá væri það í
fyrsta lagi árgangurinn frá í ár
eða 2007 árgangurinn. Jafnvel
þótt sá árgangur yrði sterkur
þá myndi sá fiskur ekki skila
sér inn í veiðina fyrr en eftir
fjögur ár eða á árunum 2011
og 2012. Við getum því ekki
búist við neinum bata næstu
árin. Þetta höfum við lagt
mikla áherslu á og það að við
erum ekki, með ráðgjöf okkar
nú, að boða að hér verði eitt-
hvað allsnægtarástand innan
fárra ára,“ segir Björn Ævarr
en hann leggur áherslu á að
ekki sé nóg með að veiðihlut-
fallið undanfarin ár hafi verið
um 20% hærra en ætlunin var
með aflareglunni, heldur hafi
fiskveiðidánarstuðlar að með-
altali hjá fimm til tíu ára
þorski, verið um 0,6 í stað
þeirra 0,4 sem stefnt var að.
Munurinn hvað varðar fisk-
veiðidánarstuðlana sé því um
50%.
Þorskurinn er í þokkalegum
holdum en styttri en áður
- Nú kemur fram að þið teljið
ykkur þekkja vel til stærðar
einstakra árganga og afrakst-
ursgetu þeirra að jafnaði.
Hvað með önnur áhrif, s.s.
það sem hefur verið að gerast
í lífríkinu í hafinu með hækk-
andi loft- og sjávarhita. Það
liggur fyrir að tegundir, sem
nánast eingöngu veiddust hér
fyrir sunnan land, eru farnar
að veiðast fyrir norðan.
Skötuselurinn er e.t.v. nær-
tækasta dæmið um þetta.
Hafið þið einhver tæki til að
meta áhrif þessara breytinga
á fiskstofnana og vöxt og við-
gang þeirra?
„Við höfum séð þessar
breytingar frá árinu 1998. Þær
hafa haft mikil áhrif á út-
breiðslu hlýsjávartegunda.
Það er ekki nóg með að
skötuselur sé farinn að veið-
ast í auknum mæli fyrir norð-
an land. Það á ekki síður við
um ýsuna. Við sjáum að loðn-
an hefur haldið sig mun
norðar en áður og vart hefur
orðið við þorsk í auknum
mæli úti í köntum. Að sjálf-
sögðu bregst fiskur, sem er
með jafn heitt blóð og hitastig
umhverfisins, við með því að
leita þangað sem honum líð-
ur best og fæðuframboðið er
mest á hverjum tíma. Efna-
skiptahraðinn eykst við hækk-
andi hitastig og það kemur
m.a. fram með því að með-
alþyngd þorsks hefur farið
lækkandi og hún er nú í
sögulegu lágmarki. Samt virð-
ist þorskurinn vera í þokka-
legum holdum. Munurinn er
sá að þorskurinn nú virðist
vera styttri en áður. Um það
vitna allar mælingar. Við vit-
um að það hefur verið minna
framboð af loðnu og hið
sama virðist gilda um aðrar
fæðutegundir, s.s. sandsíli.
Við vitum heldur ekki hvaða
áhrif þessar breytingar í haf-
inu hafa haft á nýliðunina og
afkomu seiða, þótt vitað sé
að 50-60% af breytileika í ný-
liðun stafar af umhverfis-
ástæðum. Vitað er að nýlið-
unin ræðst jafnframt af stærð
og aldurssamsetningu hrygn-
ingarstofnsins. Hrygningar-
stofn þorsks byggir nú að
miklu leyti á tiltölulega ung-
um fiski og hlutfall þorsks,
sem er tíu ára eða eldri, er nú
aðeins um 2% samanborið
við 20-22% þegar best lét.
Þetta teljum við vera meg-
Þ O R S K S T O F N I N N
Björn Ævarr Steinarsson, sviðsstjóri veiðistjórnunarsviðs Hafrannsóknastofnunarinnar. Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson.