Ægir

Årgang

Ægir - 01.06.2007, Side 42

Ægir - 01.06.2007, Side 42
42 F R É T T I RN Ý T T S K I P Nýtt skip bættist í fiskiskipa- flotann upp úr miðjum júní þegar Vörður EA 748 kom til Grindavíkur. Það er útgerð- arfélagið Gjögur ehf sem gerir skipið út. Heimahöfn Varðar er Grenivík, en skipið verður gert út frá Grindavík. Vörður var smíðaður af Nordship í Gdynia í Póllandi og er systurskip Vestmanna- eyjar VE, sem kom til heima- hafnar fyrr á þessu ári. Skrokkur skipsins var raunar smíðaður í Christ Spolka z. o.o. í Gdansk. Skipið kemur í stað samnefnds skips Gjög- urs, en auk þess gerir útgerð- in út togskipið Oddgeir EA og uppsjávarveiðiskipin Há- kon EA og Áskel EA. Bróð- urpartur áhafnar Oddgeirs fer yfir á nýja Vörð, en stærstur hluti útgerðar gamla Varðar fer yfir á Oddgeir. Tæknilegar upplýsingar Mesta lengd Varðar EA 748 er 28,95 metrar. Breidd skipsins er 10,40 metrar. Í brúttótonn- um er stærð skipsins 486. Lestin er 235 rúmmetrar og rúmar hún 165 660 lítra fiski- kör eða um 75 tonn af fiski. B.P. Skip hafði yfirumsjón með smíði skipsins. Frá Marási kemur aðalvél skipsins, Yanmar 6N21A-EV 514 kW, niðurfærslugír frá Mekanord og skrúfubúnaður frá Helset. Ljósavél er hins vegar af gerðinni Mitsubishi S6B3-MPTA með 422 KVA Stamford rafal frá MD-vélum. Flapsastýri er Rolls Royce Marine frá Héðni hf. Kælikerfi lestar er frá Frostmark ehf. Vindur skipsins, þ.m.t. tvær 21 tonna togvindur, fjórar 8,2 tonna grandaravindur, ein 8,2 tonna hjálparvinda, tvær 14,2 tonna gilsavindur, ein 8,2 tonna pokavinda og ein 15 tonna flottrolls tromla, eru einnig af gerðinni Rolls Royce Marine frá Héðni hf. Frá Ísfelli koma hlerar og veiðibúnaður. Siglinga- og fjarskiptatæki eru gerðinni Furuno frá Brimrúnu. Frá R. Sigmundssyni er MaxSea sigl- ingatölva. Frá Marporti er veiðistjórnunarkerfi. Í því felst hleranemar með hita- og dýp- ismælingu á hlerum, hlera- hallanemar og höfuðlínumæl- ir og aflnemar. Í brú er skjá- myndakerfi sem tengist þess- um búnaði. Á vinnsluþilfari er aðgerð- arbúnaður frá Vélsmiðjunni Þór í Vestmannaeyjum og í lestinni er færibandabúnaður sömuleiðis frá Þór. Ískrapavél er frá Optimar. Skipið er allt hið vistleg- asta, en í því eru íbúðir fyrir fjórtán manns. Skipstjóri er Hjálmar Haraldsson, Jón Sæ- mundsson er fyrsti stýrimaður og Þórólfur Már Þórólfsson yfirvélstjóri. Vörður EA 748 kemur í stað eldra skips með sama nafni. Hér eru nýi og gamli Vörður. Mynd: Kristinn Benediktsson. Nýr Vörður EA 748

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.