Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 12

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 12
12 Æ G I S V I Ð T A L I Ð Snemma í júní kynnti Hafrannsókna- stofnunin skýrslu sína um ástand fiski- stofnanna við landið. Óhætt er að segja að skýrslan sú hafi verið biksvört; leidd voru rök að því að ástand þorskstofnsins hefði aldrei verið jafn bágt og nauðsyn- legt væri að draga verulega úr sókn. Það var því tæpast að ófyrirsynju að ráða- menn tækju sér langan umþóttunartíma til að kveða uppúr með hámarksafla ný- hafins fiskveiðiárs, enda þó lendingin yrði sú að fylgja ráðum vísindamanna. Tillagan kom mér í opna skjöldu Í viðtali við Ægi á síðasta ári, sagði Jó- hann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknastofnunarinnar, að ástand þorsk- stofnsins væri með þeim hætti að róttæk- ar aðgerðir varðandi nýtingu hans og samdrátt veiða mættu ekki bíða. Af því vaknar eðlilega sú spurning hvort tillaga Hafró, sem kynnt var um sjómannadags- helgina um 130 þúsund tonna þorskafla, hafi komið sjávarútvegsráðherra á óvart. „Já, þessi tillaga um svona mikinn niðurskurð kom mér í opna skjöldu,“ segir ráðherra. „Hinu er ekki að neita, að í skýrslu Hafrannsóknastofnunar á síð- asta ári voru kveikt mjög alvarleg viðvör- unarljós og hvatt til þess að veiðiálagið yrði minnkað. Meðal annars var velt upp þeirri hugmynd að veiða 150 þúsund tonn í fjögur ár. Í fyrra ákvað ég að fara ekki að þessum tillögum. Mín ákvörðun þá fól það í sér að fylgja óbreyttu 25% veiðihlutfalli og breyta veiðireglunni til þess horfs sem svokölluð aflareglunefnd hafði lagt til á sínum tíma. Þetta fól í sér að aflinn fór í 193 þúsund tonn, en hefði orðið 187 þúsund tonn hefði ég fylgt sömu reglu og var gildandi. Ástæðan fyrir þessu var einfaldlega sú, að ég var ekki sannfærður um með hvaða hætti skyldi bregðast við ráðum Hafró. Eins skorti í mínum kolli þá heild- armynd sem mér fannst ég þurfa að hafa áður en ég tæki ákvörðun um verulegan samdrátt veiða. Í ljósi upplýsinga Hafró á síðasta ári ákvað ég að afla betri upplýs- inga um málið og vildi kortleggja hvaða áhrif skerðing þorskkvótans hefði efna- hagslega á atvinnugreinar, byggðarlög og landsvæði. Þess vegna fól ég Hag- fræðistofnun Íslands að fara yfir mál og lagði áherslu á að niðurstaða hennar lægi fyrir nú á vordögum eins og gekk eftir. Því gaf ég ákvörðun minni mjög langan aðdraganda,“ segir Einar sem kveðst hafa vonast eftir betri upplýsing- um um ástand þorskstofnsins, meðal annars í ljósi frétta af góðum aflabrögð- um sl. vetur. Nýliðun er léleg og ofmatið krónískt „Ráðgjöf Hafró var áfall. Miklu lægri tala en ég hafði búist við,“ segir ráðherra og bendir á að nú hafi svonefnt veiðihlutfall verið lækkað og sé komið í 20%. „Tvær aflareglunefndir hafa verið starfandi. Þær lögðu báðar til lægra veiðihlutfall og jafn- framt að beitt yrði ákveðnum aðgerðum til að draga úr þeim sveiflum sem ella verða í ákvörðunum um heildaraflamark. Ákvörðun um heildarafla nýhafsins fisk- veiðiárs fól í sér að hverfa frá þessari sveiflujöfnun, fara í miklu harkalegri nið- urskurð en niðurstaða aflareglunefndar sagði til um. Hér er því gengið mjög langt í því að fylgja ráðum fiskifræðinga og eins er verið að taka sveifluna niður með mjög harðneskjulegum hætti.“ - Forsendur ráðgjafar Hafró eru að árgangarnir 2001 til 2006 séu lélegir. Nú hefur hámarksaflinn verið í tröppugangi niður á við í mörg ár, hvað hefur að þín- um dómi brugðist? „Auðvitað hefur margt brugðist og frá sjónarhóli vísindamannanna hefur verið veitt um of. Hafrannsóknastofnun hefur líka – og það að eigin sögn – ofmetið stærð þorskstofnsins ár eftir ár svo 25% veiðihlutfallið, sem við ætluðum okkur svo sannarlega að fylgja, hefur orðið hærra. Menn hafa sagt að veiði umfram þetta hlutfall helgist af ístöðuleysi okkar stjórnmálamanna. Það er ekki rétt. Meg- inskýringin er einfaldlega sú, að til staðar er krónískt ofmat á þorskstofninum. Fleiri þættir koma til. Nýliðun margra ár- ganga í þorskstofninum er léleg, sem á sér skýringar sem meðal annars helgast af sveiflum í lífríkinu. Það er nú einu sinni svo að veiðistýring eða mat á stærð fiskistofnanna er heilmikið og flókið mál. Þetta er ekki eins og að stilla útvarps- „Markmið með því að skerða þorskkvótann um þriðjung var meðal annars að koma í veg fyrir enn frekari niðurskurð í aflaheimildum á næsta ári. Hefði ég aðeins farið hálfa leið og ákveðið að hámarksaflinn skyldi vera til dæmis 150 þúsund tonn - að ég tali ekki um óbreytt veiðihlut- fall, það er 178 þúsund tonn - er ljóst miðað við árgangasamsetninguna að það hefði komið til enn frekari niðurskurðar á næsta ári. Ég vildi koma í veg fyrir slíkt,“ segir Einar Kr. Guðfinns- son sjávarútvegsráðherra. „Hinu­er­ekki­að­neita,­að­í­skýrslu­ Hafrannsóknastofnunar­á­síðasta­ári­voru­ kveikt­mjög­alvarleg­viðvörunarljós­og­hvatt­til­ þess­að­veiðiálagið­yrði­minnkað.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.