Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2007, Side 14

Ægir - 01.07.2007, Side 14
14 tækið sitt eða fylgjast með ávöxtun á bankabókinni. Margar breytur hafa áhrif og sveiflur af náttúrunnar hálfu ræður maðurinn aldrei við.“ Rök fyrir tveimur tölum - Þú ræddir við mikinn fjölda hags- munaaðila í sjávarúrvegi áður en þú tókst ákvörðun um hámarksafla. Kom aldrei til greina að fara milliveg vísinda og veiða, það er svonefndra fiskifræði sjómannsins? LÍÚ vildi 155 – 160 þúsund tonna hámarksafla auk ýmissa fleiri ráð- stafana og smábátasjómenn vildu auka aflamarkið? Voru þessi sjónarmið fráleit? „Nú er það svo, ef menn velta fiski- fræði sjómannsins fyrir sér þá er álit manna misjafnt eins og þeir eru margir. Þegar ég fór gaumgæfilega yfir þessi mál taldi ég að færa mætti rök fyrir tveimur tölum. Annars vegar 130 þúsund tonna hámarksafla, hins vegar 150 þúsund tonnum og vísa þar til að svokallaðar aflareglunefndir lögðu til að veitt yrði um 18% úr viðmiðunarstofninum hverju sinni þegar stofninn væri lítill eins og núna. Ég er viss um að 150 þúsund tonna afli á næsta fiskveiðiári hefði ekki grandað þorskstofninum né haft alvarleg áhrif á hann til lengri tíma. Hins vegar er alveg ljóst í mínum huga að hefði ég far- ið 150 þúsund tonna leiðina hefði ég jafnframt orðið að greina frá því að mið- að við forsendur og þær upplýsingar sem við hefðum tiltækar, væru allar líkur á því að á fiskveiðárinu 2008 til 2009 yrði að koma til enn meiri skerðingar. Slíka ákvörðun hefði orðið erfitt að verja og hún hefði haft lamandi áhrif á sjáv- arútveginn. Það var bitamunur en ekki fjár hvort hámarkið skyldi vera 130 eða 150 þús- und tonn. Og þegar þetta allt hafði verið skoðað í samhengi og málið rætt í þaula í ríkisstjórn var niðurstaðan sú að skyn- samlegast væri að fara strax niður í 130 þúsund tonn. Taka slaginn svo ekki þyrftu að koma til áframhaldandi skerð- ingar aflaheimilda og jafnframt senda út skýr skilaboð um að tekið sé með ábyrg- um hætti á málum. Nú og ef vel tekst til, gefur þetta okkur vonandi svigrúm til að rétta úr kútnum fyrr en síðar, þótt ég sé ekki heldur að gefa neitt sérstaklega undir fótinn með það.“ Óvissuþættirnir eru margir Sem gefur að skilja hafa margir, til að mynda sjómenn og útvegsmenn, verið ósammála mati Hafrannsóknastofnunar um ástand þorskstofnsins. Í fjölmiðlum sagði einn gagnrýnenda eitthvað á þá leið að vísindamenn gætu fráleitt sagt til um stærð fiskistofnanna, þar sem enginn hefði enn sýnt fram á hvað hólarnir í Vatnsdalnum eða eyjarnar á Breiðafirði væru margar. Einar Kr. Guðfinnsson gef- ur litið fyrir þessa gagnrýni, segir þetta mælskubrögð sem menn grípi til þegar þeir vilji koma sér undan því að taka af- stöðu til upplýstrar veiðiráðgjafar. „Við verðum að byggja á þeim hald- bestu upplýsingum sem fyrir liggja og ég er sannfærður um að fiskifræðin hér er með því besta sem þekkist í víðri veröld þótt hún sé ekki óbrigðul. Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar eru á heimsmæli- kvarða og í góðu sambandi við sjómenn og útvegsmenn. Starfa, að ég best veit, í miklu nánara sambandi við hagsmuna- aðila og aðra en gerist í okkar nágranna- löndum. Fiskifræðin er auðvitað ekki óskeikul – langt því frá - en við sjáum þó þegar stærð einstakra árganga er met- in á grundvelli veiðiupplýsinga, að mat fiskifræðinganna er ekkert mjög fjarri því sem veruleikinn leiðir í ljós. Æ G I S V I Ð T A L I Ð Niðurskurður aflaheimilda í þorski setur víða strik í reikninginn á landsbyggðinni. Myndin var tekin í höfninni í Þorlákshöfn. „Hér­er­því­gengið­mjög­langt­í­því­að­fylgja­ráð- um­fiskifræðinga­og­eins­er­verið­að­taka­sveifl- una­niður­með­mjög­harðneskjulegum­hætti.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.