Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2007, Side 15

Ægir - 01.07.2007, Side 15
15 Annað sem við þurfum að hafa í huga er að aðstæður í hafinu eru oft býsna fljótar að breytast. Ef fæðubúskapur er góður og hitastig sjávar hagstætt hefur slíkt jákvæð áhrif. Um það bil helmingur þeirrar minnkunar sem orðið hefur á við- miðunarstofninum á milli ára, sem við fengum í þessu nýjasta mati Hafró, staf- aði af því að fiskurinn var léttari en ráð var fyrir gert. Af þessu sjáum við að sé þyngdaraukningin eðlileg milli ára hefur það veruleg áhrif á stofnstærðarmatið. Á þessum tíma held ég samt að við eigum ekki að slá neinu föstu um hvort og hve- nær þorskkvótinn verður aukinn. Enn eru margir óvissuþættir í málinu; þorsk- kvótinn verður á svipuðu róli næstu tvö árin en svo er von um aukningu ef vel tekst til.“ Nauðsynlegt að endurskoða togararall - Veiðiráðgjöf Hafró er í veigamiklum at- riðum byggð á upplýsingum úr togara- rallinu svonefnda. Í dag þykir sjómönn- um hins vegar sem svo að minna veiðist á þeim togslóðunum sem rallið miðast við – á sama tíma og menn tala um gnægð fiskjar á grunnslóð smærri báta. Er ástæða til að óttast oftrú á togararall- ið? „Vandi undanfarinna ára er fyrst og fremst sá að stofninn hefur verið ofmet- inn frekar en hitt. Nú vona ég svo sann- arlega að stofninn sé vanmetinn, slíkt kemur fljótt fram í mælingum. Togara- rallið er vissulega umdeilt. Togstöðvar eru margar og fiskifræðingar halda því fram að fyrir vikið standist ekki sú gagn- rýni sem þú vísar til. Hvað sem því líður, var mín ákvörðun að nauðsynlegt væri að fara ofan í allar forsendur togararalls- ins sem nú er orðið tuttugu ára gamalt fyrirbæri og orðið tímabært að fara yfir mál og læra af reynslunni. Þegar ég kunngerði ákvörðun mína um hámarks- afla kynnti ég ennfremur að settur yrði á laggirnar starfshópur sjómanna og fiski- fræðinga sem færi yfir forsendur rallsins. Þar held ég að sé rétt að viðhafa svipuð vinnubrögð og þegar togararallið var sett á laggirnar; það er kalla til staðkunna sjómenn víða um land. Nú þurfum við þó sérstaklega að kanna grunnslóðina og því geri ég ráð fyrir að kalla saman ann- an hóp skipstjórnarmanna en gert var 1985. Við þurfum að skoða þetta allt í samhengi; fréttir af óvæntri fiskgengd úti á Hampiðjutorgi og eins á grunnslóð koma mörgum á óvart . Allt þetta þarf að hafa undir þegar mál eru skoðuð.“ Eldri stofnar betur á sig komnir en var - Nú sköpuðust miklar umræður um sjáv- arútvegsmál í sumar, það er í kjölfar skýrslu Hafró. Sturla Böðvarsson gagn- rýndi kvótakerfið og Össur Skarphéðins- son, iðnaðarráðherra, endurtók þá skoð- un sína að útgerðarmenn eða greinin sjálf komi ekki að stjórn Hafró. Þá lagði Einar Oddur heitinn Kristjánsson oft til að flytja skyldi hafrannsóknir til Háskóla Íslands. Hvað viltu segja um þessar hug- myndir? „Mér finnst þessi umræða í sjálfu sér góð en það er ekkert í henni sem styður þá kenningu að Hafnrannsóknastofnun hafi verið bundin á klafa sjávarútvegs- ráðuneytis eða atvinnugreinarinnar. Til- laga Hafró í ástandsskýrslunni var til dæmis fyrst kynnt mér sólarhring á und- an hagsmunaðilum. Þetta er sjálfstæð rannsókn og að láta annað í veðri vaka er atlaga að vísindaheiðri fiskifræðinga. Ég held að núverandi fyrirkomulag standi hafrannsóknum alls ekki fyrir þrif- um. Ég tel eigi að síður mikilvægt að auka fjölbreytni rannsóknanna og gefa Æ G I S V I Ð T A L I Ð Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegsráðherra, segist bæði hafa fengið lof og last fyrir ákvörðun sína um nið- urskurð þorskkvótans. „Hins vegar hefur komið mér á óvart hve margir hafa sýnt þessu skilning.“ Mynd: Sigurður Bogi Sævarsson. „Taka­slaginn­svo­ekki­þyrfti­að­koma­til­áfram- haldandi­skerðingar­aflaheimilda­og­jafnframt­ senda­út­skýr­skilaboð­um­að­tekið­sé­með­ ábyrgum­hætti­á­málum.“

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.