Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 20

Ægir - 01.07.2007, Page 20
20 „Það hefur verið ágætt að gera að undanförnu, en í sumar hefur þetta verið frekar dapurt, það hefur verið heldur lítið um landanir hjá stóru bátunum. En ég hygg að það fari að rætast úr þessu. Stóru línubátarnir eru töluvert mikið hérna fyrir austan á haustin. Það kallar á fleiri landanir og aukna þjónustu við bátana,“ segir Stefán Guðmundsson, hafnarvörður á Djúpavogi. Stefán segir að óhjákvæmi- lega komi þorskaflaskerðing- in illa við Djúpavog eins og aðra staði. Raunar eru ekki nema um 400 tonn af þorski skráð á báta á Djúpavogi, sem fara niður í um 275 tonn með niðurskurðinum á þessu kvótaári, eða sem svarar til um 30%. „Og það er engin aukning í öðrum tegundum, jafnvel niðurskurður.“ Stefán segir að vissulega komi þessi kvótaniðurskurður við rekstur hafnanna, þar á meðal Djúpavogshafnar. Fast- ur kostnaður sé hinn sami en hafnirnar verði fyrir tekju- skerðingu vegna minni afla sem berist á land. Síðastliðið vor urðu eig- endaskipti að Fiskmarkaði Djúpavogs þegar fjórir ein- staklingar á staðnum tóku við rekstrinum af Vísi. Boðið er upp á slægingarþjónustu á markaðnum og aðra þá þjón- ustu sem fiskmarkaðir veita. Aukin þjónusta og umsetning fiskmarkaðarins dregur að fleiri báta til löndunar og þannig spilar þetta allt saman. „Hér hafa verið að landa fjórir til fimm minni línubátar og stór hluti afla þeirra fer á markað.“ Á Djúpavogi er Vísir hf. með öfluga fiskvinnslu, þar sem saltfiskur er unninn. Að undanförnu hefur verið unnið að því að salta keilu, sem er flutt á bílum á Djúpavog. Einnig er Ósnes með öfluga fiskvinnslu á Djúpavogi og sömuleiðis Naustavogur Papeyjarferðir Yfir sumarmánuðina eru reglulegar ferðir frá Djúpa- vogi út í Papey á vegum Pap- eyjarferða. Einhver aukning farþega hefur verið í sumar í þessar ferðir, en í það heila má ætla að 1500-2000 farþeg- ar leggi leið sína út í Papey í sumar. Um er að ræða fjög- urra tíma ferðir og er stoppað í um tvo tíma í Papey. Eyjuna eignaðist Gísli Þorvarðarson aldamótaárið 1900, en hún er núna í eigu afkomenda hans og fjölskyldna. Papey er stærsta eyjan fyrir Austurlandi. Í eynni var föst búseta til 1948, en nú er eyjan í eyði. Þar stendur þó bæði íbúðarhús, sem unnið er að því að gera upp, og kirkja. Hæsti punktur eyjunnar, Hellisbjarg, liggur 58 m yfir sjávarmáli. Mikið fuglalíf er í björgum og æðarfugl á landi. Talið er að í eynni séu um 6.000 pör af ritu, um 2.000 pör af langvíu og rúmlega 20.000 pör af lunda. Talið er að Papey hafi verið byggð írskum munkum, pöp- um, þegar landnám norænna manna hófst á Íslandi. D J Ú P I V O G U R Nokkrir línubátar hafa lagt upp afla hjá Fiskmarkaði Djúpavogs. Djúpivogur: Sumarið hefur verið heldur rólegt - haustið er tíminn fyrir austan, segir hafnarvörðurinn á Djúpavogi Á vegum Papeyjarferða eru reglulegar ferðir út í Papey yfir sumarmánuðína.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.