Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Síða 23

Ægir - 01.07.2007, Síða 23
23 segir orðrétt í bókun bæj- arráðs. Síðan segir í bók- uninni: „Um leið og bæjarráð Hornafjarðar fagnar áformum ríkisstjórnarinnar um mótvæg- isaðgerðir vegna kvótaskerð- ingarinnar minnir bæjarráð á mikilvægi þess að aðgerðirn- ar nái til allra þeirra staða sem verða fyrir barðinu á kvótaskerðingunni, þ.m.t. Hornafjarðar. Í þessu sam- bandi hvetur bæjarráð rík- isvaldið til þess að flýta allri uppbyggingu í Sveitarfélaginu Hornafirði í tengslum við stærsta þjóðgarð Evrópu, Vatnjökulsþjóðgarð. Það er mat bæjarráðs Hornafjarðar að samhliða uppbyggingu í tengslum við þjóðgarðinn verði störf á náttúruverndar- og matvælasviði Umhverf- isstofnunar staðsett til fram- tíðar í sveitarfélaginu í ná- munda við þjóðgarðinn. Bæj- arráð Hornafjarðar hvetur yf- irvöld til þess að kanna þenn- an möguleika af kostgæfni þar sem slík ráðstöfun myndi styrkja stofnunina til muna auk þess sem ríkisstjórnin væri með slíkri aðgerð að sýna vilja sinn og metnað í verki gagnvart stærsta þjóð- garði Evrópu. Bæjarráð Hornafjarðar vill koma því á framfæri að þegar hefur verið óskað eftir samstarfi við for- stöðumenn í Nýheimum um aðgerðir til að efla rann- sókna-, þróunar- og vísinda- starfsemi þar enn frekar.“ Töluverður tekjusamdráttur Dæmi um fyrirtæki á Höfn sem þorskniðurskurðurinn kemur illa við nefnir Hjalti Þór Bestfisk og það sama megi segja um smábátaút- gerðir. „Bestfiskur er án út- gerðar og hefur að stórum hluta verið að vinna fisk frá smábátum. Þessi niðurskurð- ur þýðir að minna kemur á land af fiski til vinnslu hjá Bestfiski. Nokkrar útgerðir smábáta hafa verið að fjár- festa í betri og stærri bátum og þessi fyrirtæki eru af þeim sökum töluvert skuldsett. Þorskniðurskurðurinn á líka eftir að hafa áhrif á reksturinn hjá Skinney-Þinganes. Laus- lega áætlað þýðir þorskkvóta- niðurskurðurinn veltuminnk- un hjá því fyrirtæki, sem er langstærsta fyrirtækið hér á staðnum með vel á annað hundrað manns í vinnu, um hálfan milljarð. Þarna er um að ræða umtalsverðan tekju- samdrátt hjá sjómönnum, en ég vænti þess að áhrifin verði ekki eins mikil í landvinnslu Skinneyjar-Þinganess. Vinnsl- an hjá þeim er fjölþætt og byggir auk bolfisks á uppsjáv- artegundum eins og loðnu og síld og sömuleiðis er hum- arinn ríkur þáttur í þeirra rekstri og þar hefur sem betur fer verið aukning í kvóta. Það gefur augaleið að með minnkandi tekjum í samfé- laginu vegna minnkandi afla sem berst hér á land verður tekjusamdráttur hjá sveitarfé- laginu og við áætlum að hann geti numið um 30-40 millj- ónum króna á ári. Þetta er því mikill skellur fyrir okkur.“ Bjartsýni – þrátt fyrir allt Hjalti Þór segir erfitt að gera sér í hugarlund hvernig áhrif- in af minnkandi þorskafla komi fram strax á þessu ný- hafna fiskveiðiári, en ætla megi að veturinn kunni að verða nokkuð harður. En hins vegar sé engin ástæða fyrir Hornfirðinga að leggja árar í bát, því miklir möguleikar séu á ýmsum sviðum í atvinnu- málum á svæðinu. Ferðaþjón- ustan hafi til dæmis verið að eflast mikið á undanförnum árum og þar séu miklir ónýtt- ir möguleikar. „Það eru ýmsir aðrir möguleikar. Ég nefni að hér hefur verið komið upp þekkingarsetri, Nýheimum, og við höfum verið að fara yfir hvernig við getum mögu- lega eflt þá starfsemi frekar – t.d. varðandi það að auka verðmæti sjávarafurða, hum- ars og makríls sem dæmi. Auðvitað er þorskniðurskurð- urinn mikið högg til skamms tíma, en til lengri tíma litið teljum við að sóknarfærin séu fjölmörg og það þýðir ekkert annað en að vera bjartsýnn. Hryggjarstykkið í atvinnulíf- inu hér, í 1600 manna byggð- arlagi, er vissulega sjávarút- vegurinn og það breytist ekki einn, tveir og þrír. Hins vegar gæti verið kominn að ein- hverju leyti annar grunnur fyrir byggðina eftir tíu ár eða svo en sjávarútvegur. Um það er erfitt að segja. Ferðaþjón- ustan er vaxandi og skapar æ fleiri störf og við horfum eins og ég hef sagt til þekking- ariðnaðarins, sem tengist sjáv- arútveginum. Aðilar í ferða- þjónustu eru að vinna að því markvisst að efla greinina yfir vetrarmánuðina og ég er bjartsýnn á að sú markaðs- vinna muni skila árangri.“ Hjalti Þór segir einnig ljóst að ýmis tækifæri í atvinnu- uppbyggingu skapist með Vatnajökulsþjóðgarði, sem honum sýnist að ríkisvaldið ætli að standa að af metnaði. „Hugmyndin er að byggja upp upplýsingasetur á nokkr- um stöðum hér í sveitarfé- laginu – hér nálægt Höfn verði aðal þjóðgarðsmiðstöð- in og síðan verði tvær minni á svæðinu milli Hafnar og Skaftafells. Ég er ekki í nein- um vafa um að þetta kemur með að gefa okkur ýmis tæki- færi,“ segir Hjalti Þór Vign- isson. H Ö F N Í H O R N A F I R Ð I Skinney-Þinganes er með bolfiskvinnslu en einnig er fyrirtækið sterkt í uppsjávartegundum og humri.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.