Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2007, Síða 25

Ægir - 01.07.2007, Síða 25
25 Í lest er unnt að koma fyrir 28 420 lítra körum. Að lengja líftímann á sjónum Þorvaldur segir að eldri Sæ- unn Sæmundsdóttir ÁR-60, sem hann hefur gert út síð- ustu sautján ár, sé á söluskrá. Báturinn, sem hefur fengið nýtt nafn, María ÁR-61, verð- ur fyrst um sinn gerður út á leiguheimildir. Þorvaldur fer hins vegar yfir á hina nýju Sæunni ásamt sonum sínum, Kristjáni og Guðna Þór. Út- gerðin hefur yfir að ráða um 300 tonnum í þorskígildum. Þorvaldur segir að þorsk- skerðingin á þessu fiskveiði- ári komi vitaskuld illa við hann eins og aðra, skerðingin nemi um 30 tonnum af þorski. Hann segir aðspurður að þorskkvótaskerðingin hafi ekki dregið úr honum kjark- inn með smíði nýja bátsins, hann hafi lengi haft í und- irbúningi að endurnýja bátinn á þessum tíma og ganga inn í nýja tíma, eins og hann orðar það. „Gamli báturinn hefur reynst mér mjög vel og er af- ar góður. En með nýja bátn- um er ég að bæta aðstöðuna og lengja líftíma manns í greininni í um tíu ár,“ segir Þorvaldur og hlær. Sæunnarnafnið á sér merka sögu Skemmtileg saga er að baki nafni bátsins. Þegar útgerðin fékk sinn fyrsta bát árið 1971 birtist gömul kona að nafni Sæunn Sæmundsdóttir móður Þorvaldar ítrekað í draumi, en Sæunn var föðursystir móður Þorvaldar, og kom þeim skilaboðum skilmerkilega á framfæri að bátinn ætti að nefna í höfuðið á henni. Það varð úr og síðan hefur Sæ- unnar ekki orðið vart í draumum fólks í þessari fjöl- skyldu. „Það er engin spurn- ing að sú gamla hefur allar götur síðar verið með okkur í þessum sjóróðrum, ég hef orðið var við hana. Og nú hefur hún fengið eigin koju. Við verðum þrír á bátnum, en kojurnar eru fjórar,“ segir Þor- valdur útgerðarmaður Garð- arsson. Okkar þekking nýtist þér ... Sjávarútvegurinn þekkir faglega hannaðar lausnir og framleiðsluvörur frá Kælitækni Kælitækni Rauðagerði 25 • 108 Reykjavík • Sími 440 1800 • Fax 440 1801 • www.kælitækni.is og/eða www.kaelitaekni.is Ísvélar Iðnaðarhuðir PlötufrystarBitzer vélarkerfi VörubryggjurKæli- og frystigeymslurMycom vélarkerfi Eimar og eimsvalar Samsett kælikerfi Kæli- og frystiklefar Frystiklefa huðirKrapaísvélar N Ý R B Á T U R Útgerðarhjónin Þorvaldur Garðarsson og Guðbjörg María Kristjánsdóttir. Sigurjón Ragnarsson, einn af stjórn- endum Seiglu, hæstánægður með útkomuna.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.