Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2007, Side 28

Ægir - 01.07.2007, Side 28
28 Nýtt skip bættist í skipastól Vestmannaeyinga 1. septem- ber sl. þegar Álsey VE 2 kom til hafnar, en skipið keypti Ísfélag Vestmannaeyja af Sjólaskipum. Skipinu, sem kemur í stað tveggja eldri skipa Ísfélagsins, Antares VE 18 og Álseyjar VE 11, var siglt frá Kanaríeyjum, þar sem það var sandblásið, til Vestmanna- eyja. Antares og Álsey hafa verið seld til Marokkó og verða þau bæði gerð út við Afríkustrendur. Álsey VE 2 hét áður M/V Delta. Skipið var smíðað árið 1987 í Flekkefjord í Noregi og er 65,65 metrar að lengd og 12,60 metra breitt og vel tækj- um búið. Burðargeta Álseyjar er um 2.000 tonn í 9 tönkum sem eru útbúnir með RSW kælikerfi. Öflugt kælikerfi tryggir betra og ferskara hrá- efni til vinnslu í Eyjum og á Þórshöfn, en sem kunnugt er hefur Ísfélag Vestmannaeyja fest kaup á Hraðfrystistöð Þórshafnar. Álsey er búin 4.400 hestafla vél af gerðinni Bergen. N Ý T T S K I P Álsey til Eyja Nýjasta skipið í flota Eyjamanna, Álsey VE 2, sem kemur í stað Antares VE 18 og Álseyjar VE 11. Myndir: Óskar P. Friðriksson/Vestmannaeyjum. Guðbjörg M. Matthíasdóttir með sonum sínum. Frá vinstri: Einar, Kristinn, Sigurð- ur og Magnús Sigurðarsynir. Ólafur Á. Einarsson er skipstjóri á Álsey VE 2.

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.