Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 32

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 32
32 Á H R I F Þ O R S K K V Ó T A S K E R Ð I N G A R Stjórnendur sjávarútvegsfyr- irtækja í landinu leita nú allra leiða til hagræðingar í rekstri, en ljóst er að skerðing veiði- heimilda í þorski gengur mjög nærri rekstri margra þeirra. Hjá Þorbirninum í Grindavík þýðir þriðjungi minni þorsk- kvóti tekjutap upp á einn milljarð króna, enda þótt stjórnendur fyrirtækisins hygg- ist leita allra leiða til að geta haldið markaðri stefnu og tryggt starfsfólki vinnu. Í Snæ- fellsbæ sjá menn enn fremur fram á magra tíma, þó áhrif- anna fari ekki að gæta að neinu marki fyrr en um eða eftir áramót, að mati Ásbjörns Óttarssonar, útgerðarmanns hjá Nesveri og forseta bæj- arstjórnar. Tekjutap upp á einn milljarð króna hjá Þorbirninum Þorbjörn hf. í Grindavík er eitt stærsta útgerðar- og fisk- vinnslufyrirtæki landsins og þar á bæ eru áhrif kvóta- skerðingarinnar mikil. Þannig hafði fyrirtækið á síðasta ári 8.000 tonna þorskkvóta sem nú er kominn niður í 5.300 tonn. „Þetta er verulegt áfall en að undanförnu höfum við verið að fara yfir öll mál og starfsemi, með það fyrir aug- um að geta haldið okkar striki. Það er þó alveg ljóst að þessi mikla skerðing, 2.700 tonn, hefur mikil áhrif í okkar rekstri, því okkur reiknast svo til að þetta sé tekjusamdráttur upp á einn milljarð króna,“ segir forstjórinn, Eiríkur Tómsson. Í dag gerir Þorbjörn út alls sjö skip, það er þrjá frystitog- ara og fjóra stóra línubáta, og gerði raunar út fimmta bátinn þar til í vor. „Við seldum Þur- íði Halldórsdóttur GK í vor með humarkvóta, en fengum eitthvað af þorski í staðinn. Það voru dýrar aflaheimildir,“ segir Eiríkur sem telur veiði- ráðgjöf Hafró, sem sjávarút- vegsráðherra byggði svo ákvörðun sína um heild- arkvóta nýhafins fiskveiðiárs á, hafa verið byggða á veik- um ef ekki röngum forsend- um. Í vitlausu veðri og útkoman eftir því! „Rallið fór fram í vitlausu veðri og útkoman varð sam- kvæmt því. Eigi að síður er látið með niðurstöðurnar eins og þær séu komnar frá Guði almáttugum. Það hefur orðið trúnaðarbrestur milli Hafrann- sóknastofnunar, útgerð- armanna og sjómanna,“ segir Eiríkur sem telur að ekki hafi verið tekið með í reikninginn að línu- og handfæraafli á grunnslóð hafi almennt verið mjög góður að undanförnu. Einnig hafi veiði á þorski stóraukist fyrir norðan og austan land, fregnir hafi bor- ist af miklum þorskafla djúpt í köntunum á grálúðuslóð fyr- ir vestan land sem og á Grænlandsmiðum. Þessi fisk- gengd hafi ekki verið rann- sökuð en þetta séu nýjar upp- lýsingar, sem geta bent til breytinga í útbreiðslu þorsks- ins. „Við erum með mikinn fjölda starfsfólks og berum ábyrgð bæði gagnvart því, eigendum fyrirtækisins og umhverfi okkar, eins og við höfum alltaf gert,“ segir Eirík- ur. Hann bætir við að stjórn- endur hjá Þorbirni muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að starfsemin verði fyrir sem minnstum skakkaföllum við þennan niðurskurð. Í rík- ari mæli verði reynt að fara í að fiska og verka ýsu, löngu og keilu – auk þorsksins, auk þess sem fyrirtækið muni reyna að leigja til sín afla- heimildir ef kostur er. Við- skipti á þeim markaði hafi þó verið með minnsta móti eftir að veiðiráðgjöf Hafró og ákvörðun sjávarútvegsráð- herra var kynnt. Kvíði næsta ári í rekstri Snæfellsbæjar „Áhrifanna af skerðingu þorskkvótans mun ekki gæta af verulegu marki fyrsta kast- ið. Menn hafa kvóta fram á haustið, sem verður vænt- anlega uppurinn um áramót. Þá stöðvast allt. Okkur hefur reiknast þannig til að sam- drátturinn hér í Snæfellsbæ verði tveir milljarðar króna og að vinna í sjávarútveginum Víða viðsjár í sjávarbyggðum verða skerðingar þorskaflaheilda um þriðjung: Kvótinn verður upp- urinn um áramót - segir Ásbjörn Óttarsson útgerðarmaður á Rifi og forseti bæjarstjórnar Snæfellsbæjar Eiríkur Tómasson: Trúnaðarbrestur milli Hafrannsóknastofnunar, útgerð- armanna og sjómanna.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.