Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 33

Ægir - 01.07.2007, Page 33
33 hér dragist saman um þrjá til fjóra mánuði frá því sem ver- ið hefur,“ segir Ásbjörn Ótt- arsson útgerðarmaður hjá Nesveri á Rifi. Til skamms tíma hafa alls 109 bátar verið gerðir út í Snæfellsbæ auk þess sem í sveitarfélaginu eru starfandi fimm fiskvinnslufyrirtæki, þar af fjögur sem einbeita sér að þorskvinnslu. Segir sig sjálft að svo mikill niðurskurður aflaheimilda hefur áhrif; bæði í atvinnulífinu og eins rekstri í sveitarfélagsins. „Ég kvíði næsta ári í rekstri bæjarsins mikið. Núna styttist í gerð fjárhagsáætlunar, þar sem við þurfum bæði að glíma við þá staðreynd að tekjurnar eru minni og kjarasamningar laus- ir,“ segir Ásbjörn sem auk þess að gera út er forseti bæj- arstjórnar Snæfellsbæjar. Menn leita að smugum til hagræðingar í rekstri Að sögn Ásbjörns eru Snæ- fellsbæingar þegar byrjaðir að selja frá sér báta eða gera aðrar breytingar á skipastól, með það fyrir augum að hag- ræða í rekstri. „Hér var út- gerðarmaður með 60 tonna bát en er núna kominn niður í 20 tonnin. Með því getur hann fækkað mönnum um borð úr fimm í þrjá og lækk- að þannig kostnað. Aðrir leigja til sín kvóta. Svona leita menn að smugum til að hag- ræða í rekstri, en því er ekki að leyna að sumir sjá alls ekki hvernig þeir eigi að bjarga sér út úr þeim miklu þrengingum sem eru framundan,“ segir Ásbjörn sem til skamms tíma gerði út Þorstein SH, 130 ver- tíðarbát. Hann færði sig yfir í tvo smærri báta nýlega – og verður raunar ekki með nema einn bát á vetri komanda; enda fara þorskheimildir báta Nesvers úr 430 tonnum í 284 tonn. „Ég verð með tvo karla á bátnum og fjóra í beitningu, en hefði ekki komið til skerð- ingarinnar hefði ég verið með helmingi fleiri menn í vinnu. Þetta telur allt saman.“ Skammgóður vermir Ásbjörn telur þá ráðstöfun að efla Byggðastofnun til að bregðast við minni þorskafla vera skammgóðan vermi. Ætla megi að sú ráðstöfun gagnist helst fyrirtækjum sem eru verst stödd, en ekki þeim sem séu að ganga í gegnum tímabundna erfiðleika eins og nú sé fyrirsjáanlegir. Stjórn- völd verði að koma til móts við sjávarbyggðirnar með öðr- um hætti; til að mynda flutn- ingi opinberra starfa og stofn- ana út á land og hafa Snæ- fellsbæingar sérstaklega nefnt Hafrannsóknastofnun í því sambandi. Texti og myndir: Sigurður Bogi Sævarsson. Á H R I F Þ O R S K K V Ó T A S K E R Ð I N G A R Ásbjörn Óttarsson: „Svona leita menn að smugum til að hagræða.“

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.