Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 36

Ægir - 01.07.2007, Qupperneq 36
36 Sem betur fer virðist síld- arstofninn við Ísland vera að sækja í sig veðrið jafnt og þétt á nýjan leik eftir síldarhrunið forðum og því er spáð að hlýn- andi sjór fyrir norðan landið kunni að leiða til enn frekari síldargengdar á næstu árum. Hvað um það. Síld er herra- mannsmatur og hefur verið neytt hér á landi frá ómunat- íð. Þó er neysla síldar ef til vill ekki ekki eins ríkur þáttur á borðum Íslendinga og t.d. frændþjóða í Skandinavíu. Því er þessa getið hér að Ægir fékk nýverið í hendur merkilegan bækling sem Fiskifélag Íslands gaf út árið 1916 – fyrir rúmum 90 árum – þar sem eru birtar leiðbein- ingar um matreiðslu á síld og kræklingi, sem er talað um sem ódýra fæðu. Bækling- urinn er að uppistöðu þýðing á tveimur norskum bækling- um um þetta efni. Í formála bæklingsins segir þýðandinn, Matthías Ólafs- son, ráðunautur, m.a.: Síld hefur frá ómunatíð verið höfð til manneldis alstaðar um hinn siðaða heim; þótt hún til skamms tíma hafi lítið verið notuð hér hjá oss, og enn sé hún mikils til of lítið höfð til manneldis. Væri það mjög mikill hagur fyrir íslenzku þjóðina, ef hún neytti síldar að miklum mun meir en hu´n gjörir, því auk þess sem hún að næringargildi jafnast á við nautakjöt, er hún ljúffengur matur, ef hún er sæmilega matreidd, og að mun ódýrari en kjöt jafnvel þótt tillit sé tekið til hins háa verðs, sem nú er á henni.“ Og um kræk- linginn segir m.a: „Kræklingur er mjög ljúffengur matur, jafn- vel þótt hann sé aðeins soð- inn. Hér á landi er talsvert mikið af kræklingi, sem eigi er notaður til neins, nema lít- ið eitt til beitu. Mætti allvíða við sjávarsíðuna drýgja að mun í búi með því að nota hana til manneldis.“ Svo mörg voru þau orð. Til gamans er vert að birta hér þrjár síldaruppskriftir úr bæklingnum. Soðin fersk síld 4 stórar síldar 3 bollar vatn 3 matsk. edik 2 matsk. Salt lítið eitt af piparberjum 3-4 lárberjablöð Síldin er þvegin, flött beggja megin frá hryggnum og öll bein tekin burtu svo vel sem auðið er. Hver síld- arhelmingur skorinn í 3-4 stykki. Vatnið, saltið, edikið og kryddið er soðið saman og síldin soðin í því. Fram- reidd með hvítri sósu með sí- trónu. Síld í lauksósu 4 ferskar síldar 2 laukar 1 matsk. hveiti 2 matsk. smjör 2 tesk. Salt Síldin er flött og beinin úr henni soðin í tveimur bollum af vatni með tveimur tesk. af salti. Að því búnu er soðið sí- að frá. Á botn pottsins eru látnir nokkrir smjörhnúðar, þvínæst lag lag af síld, sem velt hefur verið í hveiti og þá lag af lauk skornum í þunnar flögur, þá nýtt lag af síld o.s.frv. þar til allt er uppgeng- ið. Soðinu er þá hellt yfir og þetta allt soðið undir loki þangað til laukurinn er soð- inn. Síldargratín 4 saltsíldar 3 harðsoðin egg 4 stórar soðnar kartöflur 1 laukur 3 bollar rjómi eða mjólk ¼ tsk. Pipar 3 hrá egg Síldin er afvötnuð í 2 dæg- ur, eftir því hve sölt hún er, þvegin, flött og skorin í ten- inga. Eggin og kartöflurnar eru skorin í sneiðar og lauk- urinn saxaður. Mótið er smurt að innan og stráð með smá- muldu brauði, því næst er lít- ið lag af kartöflum, þá egg, síld, laukur og pipar. Þannig er látið í lögum í mótið þar til það er næstum fullt. Hráu eggin og rjóminn er þeytt saman og hellt yfir. Því næst er mótið sett í bakaraofninn og bakað hér um bil í ½ klst. Síld er veislumatur! Fiskifélag Íslands gaf bæklinginn „Ódýr fæða – leiðbeining um matreiðslu á síld og kræklingi - út árið 1916. S Í L D
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.