Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2007, Page 72

Ægir - 01.07.2007, Page 72
72 F I S K I D A G U R I N N M I K L I Fiskidagurinn á Dalvík er engri bæjarhátíð lík, deginum verð- ur vart lýst með orðum. Fólk þarf einfaldlega að upplifa sjálft Fiskidaginn og taka þátt í gleðinni. Í ár var Fiskidagurinn hald- inn hátíðlegur að venju laug- ardaginn eftir verslunar- mannahelgina. Fólk byrjaði strax um verslunarmannahelg- ina að streyma til bæjarins og þegar líða tók á vikuna virtist einsýnt að slegið yrði nýtt fjöldamet. Það kom líka á daginn. Áætlað er að um 35 þúsund manns hafi í ár tekið þátt í Fiskideginum mikla. Þrátt fyrir allan þennan mannfjölda gekk hátíðin afar vel, enda er fólk komið á Fiskidaginn til þess að skemmta sér og sínum. Vandamál eru ekki til í orða- bókum gesta dagsins. Sem fyrr var allt sem í boði var á Dalvík endurgjaldslaust, sem gerir Fiskidaginn vissu- lega afar sérstakan. Fiskisúpu- kvöldið mikla að kvöldi föstudagsins var núna í þriðja skipti og hefur án vafa unnið sér fastan sess, enda ótrúlega skemmtilegt fyrirbæri. Um fjörutíu húseigendur á Dalvík opnuðu húsakynni sín og buðu gestum og gangandi upp á fiskisúpu og runnu ófáir lítrarnir ljúflega niður. Fullt af frábærum fiskisúpu- uppskriftum. Stemningin var einstök, fólk liðaðist í þús- undavís eftir götum bæjarins, tók spjall saman, fór inn í næsta garð og fékk sér fiski- súpu og tók lagið. Sjálfur Fiskidagurinn mikli var líka ákaflega vel heppn- aður. Hefð er fyrir því að veð- urguðirnir séu í góðu skapi á Fiskidaginn og það klikkaði ekki í ár, þó svo að Veð- Fiskiborgararnir hafa fyrir löngu öðlast fastan sess á Fiskidaginn mikla, enda frábærlega góðir. Borgararnir eru grillaðir á landsins stærsta grilli og heil hersveit manna vinnur að því að deila þeim út til fjöldans. Mynd: Atli Rúnar Halldórsson. Einstakur Fiskidagur á Dalvík

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.