Ægir

Årgang

Ægir - 01.07.2009, Side 12

Ægir - 01.07.2009, Side 12
12 Fiskur er mjög hollur og opin- berar ráðleggingar jafnt hér á landi sem erlendis eru í sam- ræmi við það. Mælt er með því að fólk borði fisk að minnsta kosti tvisvar í viku eða oftar. Fiskur er góður próteingjafi og leggur til mikilvæg bætiefni eins og selen og joð. Feitur fiskur gefur langar ómega-3 fitusýrur og D-vítamín en önn- ur matvæli innihalda lítið af þessum efnum. AVS rannsóknasjóður í sjávarútvegi hefur styrkt verk- efnið „Næringargildi sjávaraf- urða“ en það er unnið hjá Matís í samstarfi við fyrirtæki. Hjá Matís ohf. er unnið að því að tryggja atvinnulífi og al- menningi aðgang að áreiðan- legum gögnum um næringar- efni og óæskileg efni í ís- lensku sjávarfangi. Til þess þarf bæði efnamælingar og gagnagrunna til að miðla upplýsingum. Matís sér um rekstur íslenska gagnagrunns- ins um efnainnihald matvæla (ÍSGEM) og birtir gögnin á vefsíðu sinni (www.matis.is). Verkefnið „Næringargildi sjáv- arafurða“ leggur til mikilvæg gögn í ÍSGEM-grunninn og geta notendur nú þegar skoð- að gögnin fyrir hinar ýmsu fisktegundir á vefsíðu Matís. Á vefsíðunni er einnig hægt að sjá gögn um óæskileg efni í sjávarafurðum en þau koma einkum úr vöktunarverkefn- um sem Matís stendur að. Efnainnihald fisks er breytilegt eftir fisktegundum og einnig hafa einstaklingar sömu tegundar mismunandi samsetningu eftir kyni, aldri, umhverfi og árstíma. Bæði fiskvinnsla og matreiðsla leiða til breytinga á efnainnihaldi fisks. Miklar rannsóknir fóru fram hjá Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins á fiski, einkum með tilliti til vinnslu. Samt sem áður hefur vantað upp- lýsingar um ýmis næringar- efni í sjávarafurðum eins og þær eru seldar til neyslu. Er- lendis virðast gögn um nær- ingarefni í fiski oft takmörkuð og þá skortir gjarnan upplýs- ingar um uppruna og gæði gagnanna. Í verkefninu Næringargildi sjávarafurða hefur sýna verið aflað í samstarfi við fyrirtæki og valið byggst á þörfum þeirra og eyðum í gagnasafni Matís. Fyrirtækin hafa notið góðs af niðurstöðunum. Markmiðið hefur verið að niðurstöðurnar nýtist fyrir- tækjunum í þróunar- og sölu- starfi. Sýnatöku og mælingum er ekki lokið og hér eru því aðeins tekin dæmi um niður- stöður. Mikilvægir fisktegundir Mælingar voru gerðar á mikil- vægum fisktegundum: þorski, ýsu, ufsa, karfa, steinbít, skar- kola og grálúðu. Fleiri sjávar- afurðir koma við sögu síðar í þessari grein. Mælingar voru gerðar á meginefnum (prót- eini, fitu, vatni og ösku), steinefnum (natríum, kalíum, fosfór, kalki og magnesíum) og snefilsteinefnum (seleni, járni, kopar, sinki og kvika- silfri). Greiningar á fitusýrum voru gerðar á nokkrum sýn- um. Hentugt er að flokka fisk- tegundirnar eftir fituinnihaldi. Í fyrsta flokknum (fita undir 1%) eru þorskur, ýsa og ufsi. Í öðrum flokknum er fita 1-8% en í þeim þriðja er fitan yfir 8%. Af þeim fisktegund- um sem að framan greinir fellur aðeins grálúðan í þriðja flokkinn en fituinnihald henn- ar var allt að 16%. Samsetning þorsks, ýsu og ufsa er í aðalatriðum lík fyrir þau efni sem mæld voru en vinnsla og matreiðsla geta haft afgerandi áhrif. Fituinni- hald í öðrum tegundum er breytilegt, ekki síst eftir árs- tíma, og kemur þá breytileiki jafnframt fram fyrir önnur efni. Alþekkt er að fituinni- hald steinbíts er breytilegt eft- ir árstíma en það getur farið niður undir 1%. Sjárdýrafita er einstök vegna þess hve mikið ómett- uð hún er. Í mögrum fiski eins og þorski er hlutfall fjöl- ómettaðra fitusýra rúmlega helmingur af öllum fitusýrum. Í öðrum fisktegundum reynd- ist þetta hlutfall fjórðungur til þriðjungur. Stærstur hluti fjöl- ómettaðrar fiskfitu er ómega-3 fitusýrur og eru EPA (eikósa- pentanósýra) og DHA (dó- kósahexanósýra) þeirra mikil- vægastar. Selen er almennt hátt í þeim fisktegundum sem voru rannsakaðar (33-50 míkróg- römm / 100 grömm). Af þeim fisktegundum sem hér voru til skoðunar var mest selen í karfa (um 60 míkrógrömm / 100grömm). Selen er athygli- vert efni sem ástæða er til að gera betri skil. Margfalt meira selen en kvikasilfur Sjávarafurðir eru mjög góður selengjafi. Selen er hluti ým- issa ensíma sem gegna mikil- vægu hlutverki í líkamanum. Sum ensímanna taka þátt í af- eitrun kvikasilfurs. Þar sem kvikasilfur getur verið í hærri styrk í fiski en ýmsum öðrum matvælum er mjög mikilvægt að mæla magn beggja þessara efna í fiski. Yfirleitt mældist 5-8 sinnum meira af seleni en kvikasilfri í fiski. Kúfskel og hrogn skáru sig úr. Í kúfskel- inni var 25 sinnum meira af seleni en kvikasilfri en í hrognum gat munurinn verið allt að 95-faldur. Kvikasilfur mældist undir 10 míkrógömmum í 100 grömmum nema í fjórum sýn- um af 68 og fór þá hæst í 22 míkrógrömm/100grömm. Öll sýnin eru því vel undir há- marksgildi í reglugerð sem er í flestum tilfellum 50 míkróg- römm/100g en þó tvöfalt hærra fyrir tegundir eins og karfa, lúðu og hákarl. Eldisbleikjan er næringarrík Mælingar voru gerðar á eldis- bleikju frá helstu framleiðend- um. Samsetning bleikjunnar var lítið breytileg eftir fram- leiðendum með þeirri undan- tekningu þó að bleikja sem alin var í frekar köldu vatni var fituminni (8% fita) en önnur bleikja (11-14% fita). Hlutfall hinna ýmsu fitusýra var aftur á móti mjög svipað í öllum sýnunum sem mæld voru. Um fjórðungur af fitu- sýrunum var fjölómettaður og helmingur einómettaður. Það má því ætla að bleikjan sem var til rannsóknar hafi verið alin á mjög svipuðu eða sama fóðrinu. Niðurstöðurnar benda til þess að framleið- endur ættu að geta náð stöð- ugum gæðum á bleikjunni en það er ekki síst mikilvægt fyr- ir útflutning. Af mikilvægum næringar- efnum í eldisbleikjunni má nefna selen, járn, A-vítamín og D-vítamín. D-vítamín í eld- isbleikju mældist 12 míkróg- römm/100grömm og því nægja 100g af bleikjunni til R A N N S Ó K N I R Höfundur er verkefnastjóri hjá Matís ohf. Ólafur Reykdal Hollusta sjávarfangs: Mælingar gerðar á næringarefnum

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.