Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2009, Page 17

Ægir - 01.07.2009, Page 17
17 F R É T T I R Í ágúst fóru fram athuganir á ástandi sjávar umhverfis land- ið ásamt öðru á báðum skip- um Hafrannsóknastofnunar- innar. Sjávarhiti í hlýsjónum suður og vestur af landinu var yfir meðallagi, þ.e. 7°- 12°C og seltan 35,10 - 35,27 á 50 m dýpi. Innflæði inn á Norður- mið var allmikið og náði seltu- ríkur hlýsjór með Norðurlandi austur fyrir Langanes. Hiti og selta efri sjávarlaga fyrir norð- an land voru vel yfir meðallagi þessa árstíma. Á 50 m dýpi var hiti um 6-7°C og selta yfir 35. Fyrir austan landið voru hiti og selta líkt og annars staðar vel yfir meðallagi síð- ustu áratuga miðað við árs- tíma. Á Bjarna Sæmundssyni var jafnframt lagt út straummæla- lögnum á Hornbanka sem hafa það að markmiðiað mæla innflæði Atlantssjávar norður fyrir land. Mælingar þessar eru liður í alþjóðlegu verkefni, THOR, sem styrkt er af Evrópusambandinu. THOR verkefnið stendur næstu fjög- ur árin og snýst um rann- sóknir á stöðugleika hinnar svonefndu hita-seltuhringrásar heimshafanna (www.eu-thor. eu). Í sama leiðangri fóru einn- ig fram straummælingar frá skipinu yfir landgrunnshlíð- inni norðanlands og var það samstarfsverkefni Woods Hole Ocenographic Institu- tion í Bandaríkjunum og Haf- rannsóknastofnunarinnar. Ástand sjávar og straummælingar í ágúst 2009: Sjávarhitinn vel yfir meðallagi

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.