Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Síða 30

Ægir - 01.07.2009, Síða 30
30 K V Ó T I N N 2 0 0 9 - 2 0 1 0 Breytingar á lista kvótahæstu skipa Sem fyrr er togarinn Guðmundur í Nesi RE það fiskiskip sem hefur úr mestum fiskveiðiheimildum að spila, eða 5.500 þorskí- gildistonnum. Það er um 1.000 tonnum meiri heimildir en á síðasta fiskveiðiári. Næstur kemur togarinn Brimnes RE með 500 tonnum minna og síðan Arnar HU með 4.800 tonn. Ný skip á lista yfir 10 kvótahæstu eru Oddeyrin EA, Þerney RE, Ottó N. Þorláksson RE, Mánaberg ÓF og Suðurey VE. Listinn í heild er þannig: Þíg.tonn Guðmundur í Nesi RE 5.583 Brimnes RE 5.178 Arnar HU 4.840 Júlíus Geirmundsson ÍS 4.790 Oddeyrin EA 3.929 Höfrungur III AK 3.833 Þerney RE 3.706 Ottó N. Þorláksson RE 3.698 Mánaberg ÓF 3.509 Suðurey VE 3.405 Oddeyrin með langmesta þorskkvótann Skuttogarinn Oddeyrin EA 210 sker sig talsvert úr þegar kemur að úthlutuðum aflaheimildum í þorski. Heimildir skipsins eru tæplega 3.700 tonn, eða um 1.300 tonnum meiri en Sighvatur GK sem næst kemur. Að öðru leyti er röð skipanna með mesta þorskkvótann mjög svipuð og í fyrra, nema hvað að Víðir EA er ekki lengur á listanum. Listinn í heild er þannig: Tonn Oddeyrin EA 3.668 Sighvatur GK 2.368 Arnar HU 2.184 Páll Pálsson ÍS 2.017 Tjaldur SH 2.012 Júlíus Geirmundsson ÍS 1.920 Björgvin EA 1.893 Mánaberg ÓF 1.861 Guðmundur í Nesi RE 1.842 Suðurey VE 1.825 Sóley Sigurjóns með mestan ýsukvóta Sóley Sigurjóns GK er nú kvótahæsta skipið í ýsu, með tæplega 1.700 tonn. Raunar munar sáralitlu á heimildum í þriggja skipa sem mestan ýsukvóta hafa, þ.e. á Sóley Sigurjóns GK, Páli Jónssyni GK og Kleifabergi ÓF. Listi yfir 10 hæstu skip á lista kvótahæstu skipa í ýsu er þannig: Tonn Sóley Sigurjóns GK 1.669 Páll Jónsson GK 1.668 Kleifaberg ÓF 1.633 Vilhelm Þorsteinsson EA 1.107 Arnar HU 1.085 Suðurey VE 974 Börkur NK 963 Höfrungur III AK 865 Páll Pálsson ÍS 792 Gnúpur GK 766 Hafnarbryggju - 580 Siglufjörður Símar: 467 1205 - 467 1203 - 692 5060 - 869 4441

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.