Ægir

Volume

Ægir - 01.07.2009, Page 60

Ægir - 01.07.2009, Page 60
60 Taiwan árið 2007. Hann segir umtalsverðan mun á nýju og eldri Helgu. „Ég hef orðað það svo í gamni að eldra skipið sé úr stáli en þetta nýja úr gulli,” segir Ármann. „Nýja skipið er enn vandaðra og við getum sagt að þeir gallar sem við sá- um á gamla skipinu hafi verið lagaði. Síðan munar um að þetta nýja er heitgalvaniserað, búið rafmagnsvindum og MaK aðalvél. Allt leggst þetta á eitt að gera Helgu að mjög góðu og hagkvæmu skipi,“ segir Ámann sem er stjórnar- formaður Ingimundar hf. Dagleg framkvæmdastjórn er í höndum sonar hans, Ár- manns Fr. Ármannssonar. Fiskað fyrir ísfiskmarkaðina Eins og áður segir var samið um smíðina árið 2005 og mik- il seinkun breytti töluverðu fyrir útgerðina. Veiðiheimildir þurfti því að vista lengur en ætlað var. Ármann segist hafa yfir ágætum aflaheimildum að ráða fyrir skipið og að aflinn verði blandaður. „Við gerum skipið út á blandaðar togveið- ar og það mun landa hér í Reykjavík vikulega. Aflinn verður svo seldur á markaði eða fluttur beint út eftir því sem hagkvæmara reynist. Skipið er búið til að skila fyr- irtaks ísfiski að landi og markmiðið er fyrst og fremst að ná bestu verði hverju sinni fyrir aflann. Ísfiskurinn er í greinilegri sókn og það er N ý T T F I S K I S K I P Úr fiskimóttökunni. Úr brúnni. Tækjum öllum haganlega fyrir komið.

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.