Ægir - 01.07.2009, Qupperneq 62
62
N ý T T F I S K I S K I P
Pósthólf 133 – 902 Vestmannaeyjar - Sími 481 2111 – Fax 481 2918
Netfang: thorvel@simnet.is - Vefsíða: www.velathor.is
Þór ehf. vélaverkstæði
Óskum útgerð og áhöfn Helgu RE
til hamingju með nýtt og glæsilegt skip
Færiband í lest er frá Vélaverkstæðinu Þór ehf.
með hann eins og neysluna á
kjúklingi. Hér áður fyrr keypt-
um við alltaf kjúklinginn fros-
inn en nú tíðkast að kaupa
þessa vöru ferska. Eins er
með þróunina í fiskinum og
gott eitt um það að segja. Síð-
an er útflutningurinn hag-
kvæmur um þessar mundir
þegar staða krónunnar er eins
og við þekkjum,” segir Ár-
mann og er bjartsýnn á kom-
andi mánuði og ár í útgerð
Helgu. Vissulega setji þó strik
í reikninginn hversu mikið
skorið hafi verið niður í ýsu-
kvótanum á nýhöfnu fisk-
veiðiári. „En það er ánægju-
legt fyrir okkur að vera
komnir með skipið heim og
sjá það leggja frá bryggju í
fyrstu veiðiferð,“ segir Ár-
mann Ármannsson, útgerðar-
maður hjá Ingimundi hf. í
Reykjavík.
Nánast systurskip þeirrar eldri
Helga RE er þriðja skipið af
svipaðri stærð sem komu til
landsins í ár og Sævar Birgis-
son hjá Skipasýn hefur haft
umsjón með hönnun á. Hin
fyrri tvö voru systurskip fyrir
Skinney Þinganes á Höfn í
Hornafirði en öll voru skipin
smíðuð á Tævan.
„Helga RE er frábrugðin
hinum tveimur að miklu leyti.
Hún er dæmigerður togbátur
en hinir tveir voru fjölveiði-
bátar sem geta bæði stundað
tog- og netaveiðar. En í öllum
skipunum eru rafmagnsvindur
sem er nýjung í skipum af
þessari stærð. Við getum sagt
að nýjan Helgan sé nánast
systurskip þeirrar eldri, í raun
endurbætt útgáfa af henni,”
segir Sævar hjá Skipasýn.
Helgi Rafn Rafnsson, yfirvélstjóri í vélarrúminu.
Helstu mál og stærðir
Mesta lengd 28,95 m
Breidd 9,20 m
Dýpt að aðalþilfari 3,80 m
Dýpt að togþilfari 6,05 m
Brúttótonn 362,1
Nettótonn 108,6
Karafjöldi í lest 196 stk. (440 lítra)
Brennsluolíugeymar 65.000 l
Ferskvatnsgeymir 19.000 l
Skipaskrárnúmer 2749