Ægir

Árgangur

Ægir - 01.07.2009, Síða 70

Ægir - 01.07.2009, Síða 70
70 K R O S S g Á T A F R É T T I R Í árlegri stofnmælingu Haf- rannsóknastofnunar á úthafs- rækju fyrir norðan og austan land í sumar kom fram hækk- un veiðistofnvísitölu frá fyrra ári. Vísitalan náði botni árið 1999 en hefur hækkað síðan Mælingin fór fram á rann. sóknaskipinu Bjarna Sæ- mundssyni á tímabilinu 17.- 28. júlí. Byrjað var fyrir Aust- urlandi og haldið vestur fyrir. Veiðistofnsvísitala úthafs- rækju samkvæmt útreikning- um úr leiðangrinum er hærri í ár en í fyrra og mun hærri en vísitalan árið 1999 sem var sú lakasta á tíunda áratugnum. Vísitalan var lægst árið 2004 en hefur hækkað til ársins 2009. Meira var af rækju vest- arlega á miðunum norðan lands miðað við undanfarin fjögur ár og aukning var á rækju austan lands. Á aðal- rækjuveiðisvæðinu, Norður- kantur – Grímsey, hefur vísi- talan hækkað um 63% miðað við árið 2004. Kvendýravísi- tala var hærri en árið áður en vísitala karldýra var svipuð og árin 2006-2008. Rækjan var að meðaltali stór eða svipuð og árin 2006-2008. Mikið fékkst af þorski í þessari rækjukönnun eða svipað og árin 2005-2008. Mest fékkst af þorski við Norðaustur- og Austurland en minna á miðunum vestan 18. gráðu vestur lengdar. Bráðabirgðaútreikningar sýna að nýliðun rækju er enn mjög slök ef miðað er við allt svæðið. Þar kann að spila inn í hlýnun sjávar sem flýtir tíma klaks sem hittir þá síður á há- mark þörungablómans. Að mati Hafrannsóknastofnunar kann afrán þorsks á ungrækju einnig að valda fækkun ung- rækju en þorskgengd hefur verið töluverð á undaförnum árum einkum á svæðunum þar sem smæsta rækjan fæst að jafnaði. Stofnmæling úthafsrækju 2009: Veiðivísitalan fer hækkandi en nýliðun enn slök Þó veiðivísitala úthafsrækju fari hækkandi er nýliðunin slök.

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.