Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 4

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 4
Skáldsaga eins og Móðirin, eftir Maxim Gorki, er viðurkennd um allan liinn menntaða heim sem eitthvert fegursta listaverk, er ritað hefur verið. Og sagan hefur ekki eingöngu listagildi, heldur mannlegt gildi yfirleitt, vegna þess hve djúp er sarnúð skáldsins með mönnunum og þrá þess heit eftir fegurra og lcær- leiksríkara iífi. Menn njóta ekki aðeins dásamlegrar fegurðar við að lesa bókina, heldur hljóta að verða betri menn eftir. Ég tel það ómetanlegan ávinning fyrir íslenzka alþýðu að hafa eignazt þetta verk á tungu sinni. Mér dettur samt ekki í hug að halda, að allir félagsmenn kunni jafnt að meta þessa skáld- sögu. En ég vildi hiðja þá, sem ekki eru ánægðir með söguna, að lesa hana í annað sinn og fylgjast vel með lýsingunni á höfuðpersónunni, móðurinni, og ég trúi ekki öðru en þeir upp- götvi fegurð sögunnar. Ég hygg, að félagsmönnum hafi yfirleitt geðjast vel að Tveim söguiti, eftir Galsworthy, enda er hann tvímælalaust með beztu smásagnahöfundum. Menn hefðu aðeins kosið bókina stærri og sögurnar fleiri, en félagið liefði ekki getað látið allar bækurn- ar fara langt fram úr 10 arka stærðinni. Myndaheftið eftir J. S. Kjarval fékk misjafnar viðtökur hjá félagsmönnum. Margir tóku þvi með fögnuði, aðrir létu sér fátt um finnast, jafnvel þólt hókin kæmi sem uppbót til þeirra. Hér er eitthvað ekki með felldu. Það getur ekki verið vafa- mál, að íslenzk alþýða fengi ást á málverkum Kjarvals, ef hún fengi að sjá þau fyrir sér. Það er vitað, að Kjarval á fjölda aðdáenda og mjög rniklum vinsældum að fagna hjá öllum, sem hafa átt kost á þvi að kynnast list hans. Það skal viðurkennt, að myndaheftið gefur mjög ófullkomna hugmynd uin list Kjar- vals, en ég get samt ekki skilið, að mönnum, jafnvel þótt litil kynni hafi af list, þyki ekki ánægja að teikningunum og mynd- unum, sjái fegurð í línum þeirra og hugsunum. Við vildum ein- mitt með þessu hefti vekja athygli á málaralistinni, minna á það, að lnin ætti fullkominn rétt á sér við hlið bókmenntanna í vitundarlífi alþýðunnar. Við þurfum ekki heldur að kvarta yfir því, að þessi tilraun okkar hafi ekki fallið í góðan jarðveg lijá mörgum. Eitt bezta ljóðskáldið okkar, Guðmundur Böð- varsson, hefur 1. d. orðið svo liugfangið af einni myndinni, Skip mitt kom af hafi í gær, að hann hefur ort út af henni unaðs- lega fagurt, rómantiskt kvæði, er hann nefnir Hin hvítu skip og byrjar svo: Hver horfði ei ungur inn í sólarlagið með allri sinni þrá, 2

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.