Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 23
rétt, Enda sýnir það sig, ef betur er að gáð, að þeir, sem hneyksl-
ast mest á svokölluðum pólitiskum áróðri rithöfunda og rita, eru
venjulega sjálfir þrælpólitískir. Vandlætingin stafar þannig eng-
an veginn af óbeit þessara manna á pólitík yfirleitt, heldur
af hinu, að þeir þola illa að heyra túlkaða aðra pólitíska stefnu
en sína eigin. —
Árið, sem nú er að kveðja, er liklega að öllu samanlögðu það
svartasta, sem yfir mannkynið hefur gengið á þessari öld. Hvar-
vetna sýnist lieimskan, ofstækið og ribbaldahátturinn hrósa sigri.
Það er ekki lystilegt um að litast i heiminum við ])essi áramót.
Hið likamlega ofbeldi, ofsóknir, fangelsanir og pyndingar, sem
nú eiga sér stað í mörgum löndum, er ekki einu sinni það
versta. Hið andlega ofbeldi, sem fólkið er beitt, er ef til vill
enn skelfilegra. Sennilega hefur aldrei í veraldarsögunni verið
rekin jafn-samvizkulaus og ósvífin blekkingapólitik eins og á
okkar dögum. Allri töfratækni nútímans er beitt af hamslaus-
um ofsa til þess að rugla dómgreind fólksins, glepja því sýn
um þess raunverulegu liagsmuni, villa um heilbrigða skynsemi
þess. Það þarf enga sérlega bölsýni til þess að efast um, að heil-
brigt vit alþýðunnar muni standast slíka eldraun. Kannske tekst
það að gera hana að algerum skynskiptingi og hrekja hana aft-
ur í svartnætti frumstæðrar villimennsku. Og við skulum ekki
gera okkur sek um þann ydirdrepsskap, að ljúga þvi að sjálf-
um okkur, að það sé bara úti í stóru löndunum, sem þetta eigi
sér stað. Það er kominn tími til að skyggnast um okkar eigin
sveit. Mestallur blaðakostur okkar vinnur að þvi, vitandi eða
óvitandi, að ryðja villimennskunni braut hér heima, þó ekki
væri með öðru en þvi að misþyrma andlegri heilbrigði og skyn-
samlegu viti lesendanna með daglegum inntökum af þvaðri þeirra
vitsmunalegu og siðferðilegu dusilmenna, sem kalla sig forustu-
menn þjóðanna nú á dögum — þvaðri, þar sem einn frasinn
stangast við annan og ekki er svifist að liafa endaskipti á stað-
reyndum, hausavixl á réttu og röngu, sönnu og lognu. Og ekki
bætir það mikið úr skák, þegar skriffinnar blaðanna diska upp
með viðlika þvætting frá eigin brjósti. Allt miðar þetta að þvi
að heimska fólkið, í stað ])ess að upplýsa það, svifta það ráði
og rænu um þau mál, sem því er fyrst og fremst lífsnauðsyn
að átta sig á. Hér er vissulega þörf leiðsagnar út úr völundar-
húsi lyganna og blekkinganna. Þessa leiðsögn virðist mér þú,
hr. ritstjóri, og flestir samverkamenn þinir taka alvarlega, og
fyrir það eigið þið þökk skilið. Heilir að verki, og haldið fram
eins og nú stefnir! Það er ánægjulegt til þess að vita, að þetta