Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 25
ekki er að efa. Sögur og sagnir af þessu tagi eiga fastan hóp.
góðra lesenda um land allt, sem taka hvers konar þjóðlegan
fróðleik fram yfir útlenda reyfara. En einkum munu þó svona
söfn njóta vinsælda i heimkynnum sagnanna, og virðist fara vel
á því, að út séu gefin sérstök héraðasöfn af þessu tagi, ekki
sízt þegar með er tekinn sögulegur innanhéraðsfróðleikur, en
lians njóta þeir að jafnaði hezt, sem nokkur kynni hafa af mönn-
um og staðháttum. Það er mikils um vert, að þeir, er skrásetja
slíkan alþýðufróðléik, séu kunnugir lífsháttum manna í byggðar-
laginu og fróðir um sögu héraðsins, en svo er einmitt um safn-
anda þessara sagna.
Finnur Sigmundsson.
Stephan G. Stephansson: Andvökur VI.
„Landneminn mikli“ er kenning nútímaskálds á Stefáni og
táknar, að hann er samnefnari íslenzkra landnema í 1000 ár,
þrjátíu kynslóða, sem voru að berjast við að nema Island og
loks Ameríku. í stolti og viðernum þess landnema, sem um leið
og hann lifir af á mannsaldri hér og vestra atvinnu- og stétta-
þróun evrópskra 1000 ára og skilur hana nálega marxistiskum
skilningi, veit, að hann gegnir „heilli landvörn heima fyrir, hálfri
landvörn hér“, — þar fær málið öll sú reynsla, sem íslenzkust er.
Þannig skilningur á Stefáni er ofvaxinn sálplokkunaraðferð-
um 19. aldar raunsæis, enda gæti það lítið gert með hann. En
hjá raun-rómantískri alþýðu er pilturinn úr Mosfellssveitinni ekki
einn um það að hafa „frá bernsku verið tamast að lila til Step-
hans G. sem einhvers furðulegs manntrölls vestur í heimi, sem
heggur skóga að deginum og rífur upp stórgrýti, en vakir á
nóttum, þegar aðrir þreyttir menn sofa, og leikur eins og töfra-
maður á öll hljóðfæri veraldarinnar, unz dagur ris.“
Endurmat á Stefáni er fyrir dyrum, ekki aðeins vegna ])ess,
að komið er á 2. áratug frá láti hans, tuginn, sem tíðum skilur
milli feigra og ódauðlegra skálda, heldur vegna yfirstandandi
tímaskipta í bókmennlum þjóðarinnar. Það i ljóðum Stefáns,
sem kalla má raun-rómantískt, meðan ekki fæst hetra orð, knýr
mann einmitt nú lil að bera hann saman við eldri höfuðskáld,
sérstaklega Bjarna Thorarensen.
Hvergi sjást markverð áhrif frá Bjarna á Stefán. En Sæmund-
ur Hó.lm og Jón hrak gætu verið sameggja tviburar, Greniskóg-
urinn túlkar eðli Odds Hjaltalíns, og viti Stefáns á leiði kot-
hóndans frá Fótaskinni lýsir yfir söniu menningarhugsjónum og
bautasteinn Bjarna yfir Sveini Pálssyni. Til samanburðar við
23