Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 7

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 7
a'ð útbreiSslu þess. Það stendur enn fjöldi nianna utan við Mál og menning, þó að þeir eigi þar vissulega heima og mundu ganga i félagið, ef þeim væri sagt frá þeim miklu kostakjörum, er það býður. Bækur Máls og menningar þurfa að komast á hvert heimili á landinu. Það er hlutverk hvers einstaks félagsmanns að vinna að því, að svo geti orðið. Félagsmenn reynast einstaklega skilvísir. Það spáðu því nokkrir í min eyru, þegar Mál og menning var stofnað, að óskilsemi manna mundi verða félaginu að falli. álenn gætu þýrpzt í það eitt ár, en mundu svo liætta að greiða ár- gjaldið. Við liöfum að vísu aðeins tveggja ára renyslu enn þá, en hún brýtur algerlega í bág við þessa spádóma. Félagsmenn reynast mjög áreiðanlegir, fjöldi þeirra kemur sjálfur og greiðir fyrir ákveðinn gjalddaga, og allir borga mjög fúslega, þegar til þeirra er komið. Það er varla dæmi um mann, sem hefur sagt sig úr félaginu. En einmitt þetta tvennt, skilvísi og tryggð félagsmanna, er sá grundvöllur, sem Mál og menning byggist á. Það kemur félaginu afar vel, sérstaklega nú, þegar enginn tckju- afgangur verður frá fyrra ári, að félagsmenn greiði árgjaldið eins snemma á árinu og þeir geta, jafnvel fyrir gjalddagann, sem er 1. marz. En þetta verður að fara eftir ástæðum félags- manna, og við munum eins og siðast afhenda a. m. k. fyrstu bók ársins, án þess að greiðslu sé krafizt. Umboðsmenn. Mál og menning á nú iimboðsmenn í flestum kauptúnum á landinu og víða i sveitum. Samt þurfum við að fá umboðsmenn á fleiri stöðum. Tveir nýir bættust við i desember: Gunnar Grímsson, kaupfélagsstjóri, Skagaströnd, Jón Jakobsson, prestur, Bíldudal. Útgáfubækurnar 1939. Fyrsta bókin verður 2. bindi af Móðurinni eftir Gorki. Það bindi er heldur stærra en það fyrra. Margar nýjar persónur bætast við i söguna, og eru sumir kaflarnir jafnvel enn þá feg- urri og meiri skáldsltapur en í fyrri hluta sögunnar. Önnur bókin verður líka skálds'aga, Vindar úr austri og vestri, eftir nýjasta Nobelsverðlaunahöfundinn, amerisku skáldkonuna Pearl Buck, sem mörgum er kunnugt hér á landi af skáld- sögunni Gott. land og samnefndri kvikmynd úl af þeirri sögu. Þýðandi sögunnar verður Gísli Ásmundsson, ungur rithöfundur. Pearl Buck hefur skrifað flestar bækur sínar um Kína, og svo 5

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.