Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 15

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 15
stjórar, námstjórar og kennarar unnu kappsamlega að því að koma hinni nýju námskrá í framkvæmd. Nýjar handbækur voru gefnar út fyrir nemendur og kennara. Kennslutæki voru endur- nýjuð. Ýmsar nýtízku uppfinningar, svo sem útvarp, skugga- myndir, kvikmyndir, voru teknar meira og meira i þjónustu skólanna. í stærri skólunum voru l. d. víðast komin útvarps- tæki og grammófónar í hverjum hekk. í sveitunum var byrjað á því að láta kvikmyndavélarnar ganga á milli skólanna. Kennslu- málastjórnin beitti sér fyrir þvi að koma á nýrri og bættri skipun og undirbúningsmenntun kennara. Miklar framfarir iiafa orðið í æðri skólum landsins, eins og í barnaskólunum. Má t. d. nefna, að í Prag-Nusle var fyrir nokkrum árum settur á stofn menntaskóli, „Aþeneum“, sem starfar mjög með öðrum bætti og með meira nýskólasniði en hinir eklri menntakólar. Eftirtektarvert er í þessu sambandi, að kennarar i Súdeta- héruðunum virtust vinna í fullkomnum friði og einingu með hinum tékknesku starfsbræðrum að endurbótum skólamálanna. Formaður Sambands þýzkumælandi kennara í Tékkóslóvakíu, sem taldi 14000 félagsmenn, mælti t. d. meðal annars á þessa leið í ávarpsræðu, er liann flutti i París 1937: „Deutscher Lehrer- bund (þýzka kennarasambandið), sem ég er fulltrúi fyrir, er sammála Kennarasambandi Tékka (Svaz Ucitelstva Ceskosloven- skeho) i öllum uppeldisfræðilegum atriðum........ Deutscher Lehrerbund lýsir sig fylgjandi meginstarfsreglum frjáls og ný- tízku skóla. Það játar fylgi sitt við réttlátl lýðræði og samvinnu þjóðanna. Fullkomnun mannkynsins gegnum uppeldið er einnig Iiður á stefnuskrá þess.“*) Annar fulltrúi þýzku kennaranna, Fritsch skólastjóri i Tur- mitz sagði meðal annars á þinginu i Paris: „Við Þjóðverjar í Tékkóslóvakíu erum aðeins minnihluti, bér um bil fjórði hluti fólksins i öllu lýðveldinu. Fyrir okkur eru engin mál viðkvæm- ari og núkilsverðari en kennslumálin og samvinna milli þjóða, einkum samvinnan milli þjóðarbrota okkar eigin rikis.....“*) — Fullyrða má nú, að mestur hluti ibúanna i þýzka hluta Tékkóslóvakíu, telji sig hamingjusama í lýðfrjálsu landi, bam- ingjusama að fá notið pólitískra réttinda og að gela þroskast í frelsi menningarlega og fjárhagslega. Vegna hinnar velviljuðu stjórnarstefnu í garð minnihlutanna, sem ríki vort liefur frá upp- hafi fylgt, og sem við þökkum hinum stórvitra stjórnmálamanni, stofnanda lýðveldisins, T. G. Mazaryk, þá fær livert einasta liarn kennslu á móðurmáli sínu.“ .... *) C. I. E. P. E. P„ Comte Rendu. 13

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.