Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 3

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 3
I. árg. 4. tbl. 1938. MÁL OG MENNING Til félagsmanna. Árið 1938 er liðið á enda. Ég vil fyrir hönd litgáfustjórnar Máls og menningar bjóða öllum umboðsmönnum og félagsmönn- um gleðilegt nýtt ár, um leið og við þökkum þeim ágœtt sam- starf á liðna árinu. Við biðjum afsökunar á þeim mistökum, sem orðið bafa, og við vonum, að allir félagsmenn sé'u sáttir við okkur, þótt við böfum stundum reynt fullmikið á umburð- arlyndi þeirra. Yfirlit. Mál og menning hefur nú lokið öðru starfsári sinu með út- gáfu 5 bóka, sem eru til samans (iO arkir að stærð. Þar að auki hafa komið út 4 hefti af þessu tímariti, samtals (i arkir. Þessi útgáfa er fullum þriðjungi meiri en gert var ráð fyrir í áætl- un ársins. Auk þess njóla félagsmenn þeirra hlunninda að fá 15% afslátt af öllum útgáfubókum Heimskringlu, og hefur fjöldi þeirra notað sér þau. Kostirnir við það, að vera félagsmaður í Máli og menningu, geta því engum dulizt. Árið 1938 hefur slaðfest þá fullkomlega. Ég held, að öllum þorra félagsmanna hafi likað bækúrnar mjög vel. Reyndar getur það aldrei orðið i jafn fjölmennu fé- lagi, sem telur þúsundir, að allir verði ánægðir með hverja bólc, sem það gefur út. Smekkur manna er misjafn og eins áhuga- efnin. Þess vegna þarf fjölbreytni i bókavalinu til þess að geta fullnægt kröfum allra. Sumir vilja fræðibækur um ákveðin efni, aðrir skáldsögur o. s. frv. Félag eins og Mál og menning, sem vill hefja ]>roska íslenzkrar alþýðu á hærra stig, getur ekki heldur valið bækurnar eingöngu með tilliti til þess, að þær falli almenningi sem bezt i geð. Ruslið væri þá ekki jafn mikið keypt, ef smekkur fjöldans mætti vera mælikvarði á gildi bók- mennta. Jafnframt því að Mál og menning hugsar um að verða sem bezt við óskum allra félagsmanna úm bókavalið, hefur fé- lagið sett sér það markmið að gefa eingöngu út góðar bækur, i trausti þess að félagsmenn læri að meta þær og eignist við lestur þeirra með hverju ári fullkomnari bókmenntasmekk. háíogmehming ■I !■ 1

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.