Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 9
verk. Bindið er ráðgert 25 arlcir að stœrð eða um 400 blaðsíð-
ur, sennilega i stærra broti en Andvökur. Betri eign munu félags-
menn varla geta kosið sér.
Þegar á ailar þessar bækur er litið í heild, sérstaklega ef veJ
tekst með valið á fræðiritinu, lilýtur útgáfan 1939 að verða nýr
sigur fyrir Mál og menningu. Félagið hlýtur að styrkjast, álil
þess og vinsældir að aukast og félagatalan að vaxa mikið úr
því, sem nú er.
Útgáfubækur 1940.
Við getum að vísu enn ekkert fastákveðið tvö ár fram í tím-
ann, en við verðum samt strax að gera okkur nokkra hugmynd
um, hvernig við skipum efnisflokkum næstu ár. Við þurfum sem
fyrst að koma að riti um islenzka tungu, og við erum svo
heppnir, að Jón Helgason, prófessor í norrænu við Kaupmanna-
hafnarháskóla, hefur gefið okkur ádrátt um að semja fyrir Mál
og menningu rit, seni hann mun nefna íslenzka málrækt, og
við höfum vonir um, að geta orðið til 1940. Jón er, eins og
kunnugt er, hinn snjallasti fræðimaður og ágætur rithöfundur.
Eftir þeim liréfum, sem okkur hafa borizt frá félagsmönnum
viðs vegar að af landinu, er það almenn óslv félagsmanna, að
gefin verði út mannkynssaga, og taka flestallir hana fram yfir
alfræðiritið. Útgáfustjórnin vill að sjálfsögðu verða við þessum
óskum, og mun þegar hefja undirbúning að útgáfu mannkyns-
sögu, og þyrfti fyrsta bindi hennar að geta komið út 1940. Við
vilum enn eklíi, hvort tölv eru á að fá söguna frumsamda á ís-
lenzku, eða gripa verður til þeirrar ráðstöfunar að þýða hana
úr erlendu máli. Samning mannkynssögu heimtar i senn mikinn
lærdóm og mikla rithöfundahæfileika, ef vel á að takast.
Mun ég svo láta staðar numið, og fer ekki lengra út í fram-
tiðaráætlanir að þessu sinni.
Kr. E. A.
•
Næsta Nohelsverðlaimasaga Máls og menningar.
Pearl Buck: Vindar úr austri og vestri.
í síðasta hefti þessa rits var skýrt frá því, að Mál og menn-
ing mundi gefa út skáldsögu eftir hinn nýja Nobelsverðlauna-
höfund Pearl Buck í ár. Bókin liefur nú verið ákveðin, og varð
„Vindar úr austri og vestri“ (East Wind : West Wind) fyrir val-
inu. Pearl Buck er mjög víðlesinn og vinsæll höfundur, þó að
luin verði naumast talin til liinna stórbrotnustu skálda. Hún er
7