Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 18

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Page 18
Útlánstala bókasafnsins var i'yrsta áriS 24 þús. bindi. Þótti þaÖ mikið þa, og var það i sannleika, eftir þeim bókakosti, sem safnið liafði þá. 1927 var hún 26 þús. bindi. 1937 var hún fast að 120 þús. bd., og 1938 er fyrirsjáanlegt, að hún nálgast mjög 140 þús. bd. Er það nærfelt fjögur bd. á mann i bænum. Mundi það þykja sæmileg aðsókn, hvar sem væri, þótt örfáar borgir i Ameríku hafi komizt hærra, og ísafjörður á íslandi þrefalt hærra. Aðsóknin er í örum vexti og mundi vaxa mikið enn, cf bókasafnið fengi rýmra húsnæði og meira af bókum. Safnið hefur lónað bækur í skip. Iivernig hefur það útlán gengið? Þegar á fyrsta óri byrjaði bókasafnið að lána bækur i skip og hefur lialdið því áfram fram á þenna dag. í fyrstu voru það aðeins togarar. Síðar var reynt með linuveiðaskip og stóra mótorbáta, strandferðaskip og varðskip. Bókasafnið býr út ca. 4 pakka á ári, og setur 40 bindi bóka í hvern. í þessa pakka eru settar allar þær bækur, sem út koma á islenzku það árið og haldið er, að eigi nokkurt erindi til sjómanna, og nokkrar eldri bækur, því að nýju bækurnar hrökkva ekki til, auk þess fáein- ar léttar bækur á dönsku og ensku. Þannig hafa verið búnir lit 56 pakkar skipabóka á rúmum 15 árum, en þeir elztu eru nú reyndar upp étnir fyrir löngu. Skipverjar kjósa sér bóka- vörð. Ef liann er bókavinur, áhuga- og reglumaður, þá gengur allt vel. Hann sækir bókapakka í safnið, geymir bækurnar í læst- um skáp og lánar þær með svipaðri aðferð og gildir í bókasafni. Þegar skipverjar liafa lesið bækurnar eins og þá lystir, skilar hann pakkanum og fær annan. Á þennan hátt er reynt að gefa sjómönnum kost á að fylgjast með því, hvað út kemur af bók- um hér árlega, og þeir eru margir, sem hafa notað það. Einu sinni var togarabókavörður spurður, hvort bækurnar hefðu ver- ið lesnar: „Við lásum þær allar — allir,“ var svarið, og þótt ekki megi taka það alveg bókstaflega, þá er það vist, að bæk- urnar eru notaðar. En helzt þyrfti að gefa út svo sem helmingi meira af hókum hér, svo að sjómennirnir hefðu nóg að lesa. Mörg skip hafa orðið að hætta í bili, vegna þess að þau höfðu haft alla okkar pakka, og við höfðum engar bækur ó íslenzku, sem sjómennirnir höfðu ekki lesið. Og sjómennina hef eg vitað þakklátasta fyrir bækur: „Bækurnar eru okkur á við hálfan mat,“ sagði aldraður og alvarlegur togaraháseti, sem einu sinni kom í bókasafnið. En svo er það hlutverk útgefendanna að gefa út eigi aðeins mikið af bókum, heldur og góðar bækur, því að þar ligglir beinasti vegurinn til að ala upp menntaða sjómanna- 16

x

Tímarit Máls og menningar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.