Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 32
fagnar því, að hið rotnaða og fúna er sýnt í réttu ljósi og hið
nýja fær að koma fram.
íslenzka þjóðin hefur orð á sér fyrir lestrarhneigð. Hún á
aðeins að lesa hinar beztu bækur, hrjóta til kjarnans og njóta
alls þess unaðar, sem býr í góðri bók.
Að síðustu þetta: Lesið oklcar fremstu höfunda, sem meslrar
hylli njóta hjá mönnum, sem þora að hugsa og liorfast i augu
við staðreyndir lífsins. Eflið hverja þá viðleitni, sem miðar að
auknum þroska og skilningi meðal almennings og vinnur að þvi
að færa menningu heimsins nær þvi fólki, sem fjærst hefur lif-
að allri menntun og þekkingu.
Ingvar Björnsson.
Máli og menningu hafa borizt mörg bréf fleiri, sem lýsa öll
hinum vakandi áhuga félagsmanna fyrir velgengni félagsins. Það
er fjöldi manna, sem starfar af kappi að útbreiðslu þess, lætur
sig miklu skipta bókaval félagsins o. s. frv. Ágætt dæmi um
þann brennandi áhuga, sem starfsemi Máls og menningar hefur
þegar vakið hjá ýmsum æskumönnum, er bréf frá Jóhanni Pét-
urssyni, Stykkishólmi. Ilann skrifar okkur um bækurnar, sem
ú! hafa komið, skýrir frá því, hvernig Móðirin og fleiri hækur
félagsins hafi vakið hjá sér sterka löngun til að lesa og fræðast.
Þessi fáu orð úr bréfinu tala sínu máli: „Ég er orðinn sem
nýr og betri maður — eða réttara sagt strákur — við það að
eignast bækur Máls og menningar, og ég, sem sjaldan bef haft
hreinlæti um hönd, er farinn að margþvo mér á dag vegna lest-
urs á bókum, svo draga þær mig að sér. T. d. held ég, að ég sé
búinn mikið til að læra Kvæðið um fangann, svo oft er það
yfirfarið, o. fl., o. fl.“
Margir félagsmenn koma með tillögur, sem útgáfustjórnin tek-
ur gjarnan til greina og þykir vænt um að fá. Eru þær sérstak-
lega viðvikjandi vali á bókunum, eins og sést af þeim bréfum,
sem birt hafa verið, en stundum eru tillögurnar um ýmislegt
annað í starfi félagsins. T. d. hefur Haraldur Jónsson, læknir,
komið fram með þá uppástungu, að tölusettar yrðu bækur fé-
lagsins, prentað aftan á titilblaðið: Þetta er (t. d. 8. bók), sem
Mál og menning gefur út. Við munum taka þessa reglu upp
strax með næstu bók, sem verður 8. bók félagsins.
30