Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 10

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Side 10
amerísk að ætt og hefur verið búsett í Bandaríkjunum hin síð- ari ár. Annars er hún fædd og uppalin i Kína, en faðir hennar var trúboði þar — og fjalla allar sögur hennar um kinversk efni, nema sú siðasta, sem er nokkurs konar sjálfsævisaga. „Vindar úr austri og vestri“ er ein af vinsælustu bókum Pearl Buck. Húii lýsir þeim veðramótum, þar sem vestræn og austræn menning mælast, og speglast þessi átök aðallega í sál ungrar konu, sem giftist Kinverja með vestræna menntun. Sagan gefur i senn skemmtilega og fróðlega innsýn í liina ævafornu lifnað- arhætti og hugarfar kínversks heldrafólks. Stíllinn er léttur og Ijóðrænn, með sterkum austurlenzkum blæ, og af allri frásögn- inni andar djúpum samúðarríkum skilningi höfundarins, enda er hún sjálf að nokkru leyti bæði austrið og vestrið. Gísli Asmundsson. Úrvalsljóð Stephans G. Stephanssonar. ViStal við Sigurð Nordal. Fyrir nærri tveim árum kom ég, fyrir hönd útgáfustjórnar Heimskringlu, að máli við prófessor Sigurð Nordal um útgáfu á úrvali úr Andvökum. Var hann þeirrar útgáfu mjög hvetjandi og gaf loforð um að taka að sér val kvæðanna og skrifa með úrval- inu ritgerð um skáldskap Stephans. Hann skrifaði síðan dr. Rögn- valdi Péturssyni, sem á útgáfurétt að Andvökum, og hað hann um leyfi til útgáfunnar. Dr. Rögnvaldur taldi sér vera kærkomið að veita leyfið, en þó með því skilyrði, að fyrst yrði lokið við útgáfu á þeim ljóðum skáldsins, sem enn lægju í handritum og væru næg lil að fylla heilt hindi jafnstórt hinum fyrri. Ennfrem- ur lægi hjá sér mikið safn af bréfum skáldsins, er nauðsynlegt væri að fá útgefip. Áttum við Sigurður Nordal þá tal við dr. Þorkel Jóliannesson um útgáfu á hréfum Stephans. Varð það síð- an að ráði, að Þjóðvinafélagið tók að sér útgáfu á bréfunum, en Heimskringla varð við þeirri ósk dr. Rögnvalds að gefa út VI. og síðasta bindi af Andvökum, áður en hún gæfi út úrvalið. Nú er VI. bindið fyrir skönnnu komið út, og er það i raunimii Heimskringla, sem á rétt á úrvalinu. En hún liefur afsalað sér þeim gróðamöguleikum, sem óneitanlega væru að þessari útgáfu, og látið hana af hendi við Mál og menningu, eingöngu með það fyrir augum, að allur almenningur i landinu fengi kost á að eign- 8

x

Tímarit Máls og menningar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.