Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 28

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 28
sínar undir kaldranalegu hœðnisbrosi, sem stundum nálgast lífs- fyrirlitningu, og málar með kæruleysis látbragði yfir hið rauna- lega andlit veruleikans, sem hann á sönnustu og einlægustu augnablikum lífs síns hefur dregið upp. Pólitisk geta kvæðin tæplega talizt, i venjulegri merkingu þess órðs, en engu að siður eru þau uppreisnarlegs eðlis og bylt- ingarsinnuð, ekki fyrst og fremst að þvi, er snertir þjóðfélags- legar skoðanir, heldur og í viðhorfi til hinna hefðbundnu og viðteknu venja, bæði i hugsunarhætti og framkvæmd á yfir- leitt öllum sviðum. Gott dæmi þess er kvæðið um Skarphéðin í brennunni, og er gaman að hera það saman við hið alkunna kvæði Hannesar, sem allir syngja. Kvæði Steins er eins og háðs- merki aftan við allt, sem hingað til hefur verið ort og sungið um þennan brennandi kappa á Bergþórshvoli. Það er skemmti- lega ófyrirleitið i allri sinni lítilsvirðingu fyrir formi og hátið- leika. Eitt með beztu kvæðum í bókinni er tvímælalaust kvæðið „Columbus“. Það er ekki langt, frekar en önnur ljóð þessa höf- undar, cn í glæsilegri, listrænni framsetningu túlkar hann þó í þvi einn meginþáttinn í sál mannkynsins um allar aldir: hina friðlausu, eilífu leitarþrá þess eftir þvi, sem liggur handan við liinn yzta sjónbaug. Það er grunurinn um hina ókunnu heims- álfu, sem lokkaði skipið úr höfn og knýr það áfram um „átt- leysur hrynjandi sjóa —“. Skal draumur þinn rætast að lokum? Er þetta þá alli? Hvað er fyrir handan? Það hljómaði storkandi og kalt, eins og hlát- ur hins brimhvíta storms gegnum úthafsins drunur. — Skal þetta nú nægja um Stein Steinarr að sinni. En ég vil benda hleypi- dómalausu fólki á það, að hér er á ferðinni nýstárlegur mað- ur í hópi islenzkra skálda og maður, sem vert er að veita athygli. Guðmundur Daníelsson. Bréf frá félagsmönnum. Til útgáfustjórnar Máls og menningar. Dalvík, 30. nóv. 1938. Viðvíkjandi því, er getið er um i timariti Máls og menningar um tilhögun á útgáfustarfsemi félagsins í náinni framtíð, vil ég sem meðlimur félagsins leyfa mér að taka fram eftirfarandi at- riði, þar eð þess hefur verið óskað, að sem flestir létu til sín heyra um þessi efni. Um útgáfu alfræðirits er vitanlega það að segja, þvi miður, að hún mundi verða svo dýr, að ókleift yrði að fást við hana, 26

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.