Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 8

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 8
cr um þá sögu, sem hér hefur verið valin. Hún er tvímæla- laust, ekki sizt hvað stil snertir, ein af heztu hókum þessa höf- undar. (Sjá umsögn Gisla Ásmundssonar hér á eftir). Nokkrir ritdómarar hafa tekið hana fram yfir Gott land, en það er naum- ast rétt. Vindar úr austri og veslri, þótt það sé mjög vel skrifuð hók, þolir ekki heldur að mínu áliti samanburð við Móðurina eftir Gorki, hvorki að dýpt né fegurð. Annars er gaman að minna á það, að Pearl Buck hefur einnig skrifað bók, sem heitir Móðirin, og er ekki að öllu leyti ósvipuð sögu Gorkis. Vindar úr austri og vestri er 13—14 arkir að stærð. Þriðja bókin 1939 verður fræðirit, sem ekki hefur verið tekiu um fullnaðarákvörð- un enn þá. Bezt hefði átt við að fá framhald af bók Björns Franz- sonar, Efnisheiminum, þ. e. rit, sem fjallaði um þróun lifsins á jörðinni, en það verður sennilega að bíða seinni tíma. Fjórða bókin verður Rauðir pennar, V. bindi. Viljum við biðja þá rithöfunda, seru óska að birta þar eitthvert efni, að hafa sent það ekki siðar en 1. mai. Við þurfum að geta prentað bók- ina að mestu leyti að sumrinu. Þá viljum við biðja félagsmenn að senda okkur gagnrýni á Rauðum pennum, bæði síðasta bindi og eins fyrri bindum, vera ófeimnir að koma fram með aðfinnsl- og gera jafnfraiut tillögur um einhverjar breytingar, er þeir telja æskilegar. Rauðir pennar hafa öll skilyrði lil að geta farið batnandi með hverju ári, hinir beztu rithöfundar og skáld hljóta að sækjast eftir að birta þar smásögur sinar, ritgerðir og kvæði, vegna þess hvc lcsendahópurinn er geysistór á íslenzkan mæli- lcvarða. Sennilega gefum við ekki út neitt myndahefti af islenzkum málverkum að þessu sinni, en okkur hefur dottið i hug að láta taka góða ljósmynd, helzt litprentun, af einu eða tveimur mál- verkum cftir Ásgrim Jónsson og senda félagsmönnum. Þeir gætu þá lálið innranuna myndirnar og fesl þær upp á vegg lijá sér. Er gaman að lieyra, hvernig mönnum lizt á þessa hugmynd. Fimmta og sjötta bók Máls og menningar 1939 verður úrvals- bindi úr Andvökum eftir Stcphan G. Stephansson- Það er bók, seni við vitum, að allir félagsmenn munu taka með miklum fögnuði. Við teljuni það eitthvert þjóðhollasta menningarstarf, sem Mál og menning getur unnið, að gera meginið af því bezta úr ljóðum þessa höfuðskálds íslenzku þjóðarinnar að eign alþýðu. Við liöfum fengið prófessor Sigurð Nordal, sem er allra fslend- inga hæfastur til þessa starfs, til að velja kvæðin og semia rit- gerð framan við bindið um Stephan og skáldskap hans. Hér á eftir gerir Sigurður grein fyrir því, hvernig hann lítur á þetta 6

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.