Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 12

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 12
Þá bað ég Sigurð að skýra örlitið frá því, hvernig hann hugs- aði sér ritgerðina framan við kvæðin. Orð hans voru á þessa leið: í formála bókarinnar verður einkum gerð grein fyrir skáld- skap og lífsskoðun skáldsins, í þvi skyni að gera lestur kvæð- anna auðveldari og frjósamari. Þar verður ekki rúm fyrir ræki- lega ævisögu, enda skortir enn fullar heimildir um hana. Merk- asta ævisaga Stephans verður jafnan i kvæðum hans sjálfs, og til þess mun m. a. verða tekið tillit, þegar kvæðin eru valin, að mynd skáldsins komi þar sem skýrast fram. Kr. E. A. Sigurður Thorlacius: Um áramótin. í greinarkorni þvi, sem hér fer á eftir, verður vikið að nokkr- um erlendum stórviðhurðum ársins 1938. Tilgangurinn er þó ekki sá, að gefa neitt heildaryfirlit. Engir atburðir, sem gerðust í Evrópu á árinu 1938 munu hafa vakið jafnmikla heimsathygli og orðið eins afleiðingaríkir og innlimun Austurríkis og limlesting Tékkóslóvakiu. Allir, sem unna lýðræði og rétti smáþjóða til sjálfstæðis, urðu harmþrungnir og skelfingu lostnir við atburði þessa. Öryggisleysi smáþjóðanna og virðingarleysi stórveldanna fyrir rétti þeirra til sjálfsákvörðun- ar blasti við heiminum í allri sinni nekt og óskammfeilni. Þjáningar fólksins í hinum herteknu löndum er erfitt að skilja til fulls. Sumir munu mæla, að fögnuður þeirra, sem breyting- anna óskuðu, vegi þar eitlhvað á móti. Sú staðreynd, að ca. 122 þúsundir manna í Tékkóslóvakiu einni urðu landflótta, heim- ilis- og eignalausir, segir sina sögu í þessu sambandi.*) Þó mun mega lelja víst, að ýmsir þeir, sem ekki komust yfir landamær- in, hafi hlotið hið versta hlutskiptið. Hilt er og víst, að marg- visleg og merk menningarþróun hefur á ýmsan hátt verið tor- velduð eða stöðvuð í báðum þessum löndum. Hér verða nefnd dæmi frá uppeldis- og kennslumálum. í ÁustuiTÍki, einkum í Vínarborg, urðu gagngerðar og stór- merkar endurbætur á uppeldis- og kennslumálum á tímabilinu 1919—1934. Umbótastarfið hófst með þvi að jafnaðarmaðurinn Ottó Glöckel varð kennslumálaráðherra i samsteypuráðuneyti ihalds- og jafnaðarmanna i marz 1919. Á þeim 19 mánuðum, sem Ottó Glöckel var kennslumálaráðherra, lagði hann, ásamt mörg- *) Samkvæmt skýrslu innanríkisráðuneytisisins í Prag, tilvitn- að af The Schoolmaster 8. des. 1938. 10

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.