Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 17

Tímarit Máls og menningar - 01.12.1938, Blaðsíða 17
En I>ó að útlitið nú um áramótin sé þannig allt annað en glæsi- legt fyrir frjálslynda og ljóssækna menningarþróun, þá er eng- in ástæða til að örvænta. Og vissir þættir í viðburðarás ársins, sem leið benda ef til vill til batnandi tíma, eins og t. d. breytt afstaða hinna voldugu Bandarikja Norður-Ameriku i lok árs- ins til utanrikismálanna. Þá er og þess að minnast, að um ali- an hinn menntaða heim vinna visindamenn, listamenn, rithöf- undar, friðarvinir, kennarar og aðrir mannvinir í þjónustu þekk- ingar, sannleika og réttlætis. Og svo getur farið, að nöfn margra þeirra geymist lengur í sögunni en hinna, sem nú eru oftast nefndir í blöðum og fréttaskeytum. Svo mun það verða, þegar þekking og réttlæti hefur sigrað ofbeldi og villimennsku. „Við verðum að fá bókasafnshús“. Viðtal við Sigurgeir Friðriksson. Bæjarbókasafn Reykjavikur er tvimælalaust einhver þarfasta menningarstofnunin, sem alþýðan i bænum hefur aðgang að. Undir stjórn Sigurgeirs Friðrikssonar hefur það dafnað ört síð- ustu árin, og átt að fagna vaxandi vinsældum. Af mikilli árvekni hefur verið hugsað um að útvega safninu nýjustu og beztu bæk- ur við alþýðu hæfi, og hefur það fylgzt vel með tímanum. Vér vildum vekja athygli félagsmanna í Máli og menningu á starf- semi þess, sem að mörgu leyti er til fyrirmyndar, og snerum oss því til forstjóra safnsins, Sigurgeirs Friðrikssonar, og báð- um hann að gefa oss nokkrar upplýsingar um stofnun þess og starfsemi. Honum sagðist svo frá: Bæjarbókasafn Reykjavíkur, eða Alþýðubókasafnið, eins og það var lengi kallað, var stofnað 1923, og er því bráðum 1(> ára. Stofnféð var 20 þús. kr., er i þeim tilgangi höfðu verið lagðar til hliðar af andvirði togara nokkurra, er seldir voru héðan til annarra landa á striðsárunum. Má vera, að stofnun bókasafns- ins hafi verið hugsuð sem eins konar uppbót til alþýðunnar fyrir atvinnuleysi, er togarasalan olli. Hvorl það hefur svarað þeim tilgangi, getur verkafólkið bezt borið um, en nokkuð er það, að verkafólkið hefur alltaf notað bókasafnið langmest og alltaf því meira, sem atvinnan var minni. Virðist mér það ótví- ræður vottur um manndóm fólksins og lestrarfýsn, að ])að not- ar atvinnuleysistimana til bókalesturs frekar en til einskis eða þess, sem lakara er en ekki.“ Hefur safnið mikið verið notað? 15

x

Tímarit Máls og menningar

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.