Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 11

Ægir - 01.02.2013, Blaðsíða 11
Hafáll, Conger conger Í nóvember veiddi Guðbjartur SH 96 cm langan hafál á línu í Breiðafirði (65°09’ N, 24°04’ V). Hafáls verður einkum vart á grunnslóð frá Hornafirði og vestur fyrir Reykjanes og inn í Faxaflóa, en hann er frekar sjaldséður og veiðist helst á línu. Hann heldur sig mest á 1-100 m dýpi á grýttum og sendnum botni þar sem nóg er um felustaði. Lengsti hafáll hér við land mældist 165 cm, en hann mun geta orðið allt að 3 m langur. Vogmær, Trachipterus arcticus Í janúar fréttist af vogmeyju í Ísafjarðardjúpi og önnur fannst rekin á fjörur við Hjalteyri í júní og sú rak á fjörur við Akranes í ágúst. Í leiðöngrum Hafrannsóknastofnunar veiddist vogmær aðallega á djúpslóð fyrir Suður- og Vesturlandi. Vogmærin er mest miðsævis- og djúpfiskur en hún hefur veiðst á 60-900 m dýpi. Hún heldur sig dýpra á daginn en á nóttunni. Hennar hefur orðið vart í smátorfum og fundist bæði rekin og veiðst í ýmis veiðarfæri, t.d. botnvörpu, flotvörpu, net o.fl. Mest verður hennar vart í flotvörpu djúpt undan Reyka- nesi. Lýr, Pollachius pollachius Þorleifur EA fékk 68 cm langan lý í net á 100 m dýpi SA af Grímsey í febrúar. Lýr er fáséður fyrir Norðurlandi, en slæðing- ur af honum hefur verið á ferðinni við Suðurströndina undan- farin ár. Lýr líkist ufsa við fyrstu sýn, en litur nýveiddra fiska er þó nokkuð frábrugðinn. Lýr er ólífugrænn eða dökkbrúnn á baki, en ufsinn blágrár eða dökkblár. Þá er lýr með þversneiddan sporðsenda og áberandi svera stirtlu, en á ufsa er sporðurinn örlítið sýldur. Rauðskinni, Barbourisia rufa Guðmundur í Nesi fékk 39 cm langan rauðskinna í botnvörpu á 900 m dýpi á Hampiðjutorginu (65°30’ N; 28°00’ V) í janúar. Venus HF veiddi svo annan 34 cm langan í flotvörpu á úthaf- skarfaslóðinni (62°07’ N - 30°44’ V) í júní. Rauðskinni er rauður eða appelsínugulur á litinn. Hann hef- ur alheims útbreiðslu í heitum og heittempruðum höfum, en útbreiðslusvæðið teygist þó norður til Íslandsmiða þar sem hann er fáséður. Sá fyrsti sem fréttist af innan íslenskrar lög- sögu fékkst í maí 1995 í flotvörpu á 715 m dýpi djúpt suðvest- ur af Reykjanesi, en hann hefur veiðst allt norður á grálúð- uslóðina vestan Víkuráls. Marsilfri, Diretmus argenteus Í nóvember veiddi Örvar SK marsilfra á Hampiðjutorgi (64°48’ N - 27°52’ V). Fiskurinn var 12 cm langur og veiddist í botn- vörpu á 940-1030 m dýpi, en svo djúpt hefur þessi tegund ekki fyrr veiðst hér við land. Marsilfri veiðist stöku sinnum á Íslandsmið- um. Þeir fiskar sem frést hefur af veiddust á svæðinu frá Rósagarði vestur á Faxabanka, auk tveggja sem veidd- ust við Kolbeinsey. Búrfiskbróðir, Hoplostethus mediterraneus Þerney RE veiddi 19,5 cm búrfiskbróður á 650 m dýpi í Skeið- arárdjúpi (63°19’ N, 16°33’ V). Hann veiddist í janúar 2010, en það láðist að geta hans í skránni fyrir það ár. Búrfiskbróðir flækist stundum til Íslandsmiða. Hér varð hans fyrst vart árið 1964 þegar einn veiddist djúpt undan Suðvesturlandi, 1998 veiddist annar í utanverðu Skerjadjúpi og 2001 veiddist sá þriðji á Eldeyjarsvæðinu. Fagurserkur, Beryx splendens Í mars veiddist 47 cm langur fagurserkur í botnvörpu við Reykjaneshrygg (63°07’ N - 24°57’ V). Veiðiskip var Barði NK. Hér við land hefur fagurserkur einkum veiðst á svæðinu frá Litladjúpi undan Suðausturlandi, suður og vestur á grálúðuslóð vestan Víkuráls. Fagurserkur er botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 128-816 dýpi á Íslandsmiðum en er sennilega algeng- astur á 400-800 m dýpi. Hann hefur veiðst allt niður á 1300 m dýpi. Blákarpi, Polyprion americanus Ottó N. Þorláksson RE fékk 55 cm langan blákarpa í botnvörpu á Boðagrunni (63°12’ N - 24°15’ V) í byrjun júní. Blákarpi minnir dálítið á karfa í útliti nema liturinn sem er gráleitur eða dökkbrúnn á baki, ljós á kvið og sporðblaðka er hvít í jaðar- inn. Hann virðist vera orðinn alltíður flækingur við Ísland, einkum á svæðinu frá Suðausturmiðum og vestur fyrir Reykja- nes en sjaldséður norðan þess. Brynstirtla, Trachurus trachurus Nokkrar brynstirtlur slæddust með við makrílveiðar árið 2011. Þetta voru 30-40 cm langir fiskar og fréttist mest af þeim á suð- austurmiðum. Brynstirtla, einnig nefnd hrossamakríll, er upp- sjávarfiskur og er hún algeng víða í Norður-Atlantshafi þar sem hún lifir í stórum torfum frá yfirborði og niður á 100-200 m dýpi. Stóri bramafiskur, Brama brama Stóri bramafiskur veiddist allt frá Þórsbanka og vestur í Jökul- djúp. Einkum fréttist af honum við makrílveiðar með flotvörpu. Heimkynni stóra bramafisks eru í öllum heimshöfum. Í Norð- austur-Atlantshafi teygist útbreiðsla hans norður til Bretlands- eyja og hefur hann flækst alloft til Íslandsmiða. Rauðskinni sem Guðmundur í Nesi RE veiddi á Hampiðjutorginu. Fagurserkur sem Barði NK veiddi á Reykjaneshrygg. Búrfiskbróðir sem Þerney veiddi í Skeiðarárdjúpi 2010. Marsilfri sem Örvar SK fékk í botnvörpu á grá- lúðuslóðinni. S J A L D G Æ F I R F I S K A R 11

x

Ægir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.