Ægir

Volume

Ægir - 01.02.2013, Page 16

Ægir - 01.02.2013, Page 16
DNG á Akureyri hefur þróað byltingarkennt makrílveiði- kerfi sem dregur mjög úr hættu á slysum um borð í skipum, eykur afköstin og getur aukið fjölbreytileika veiðiflotans vegna þess hve kerfið er fyrirferðarlítið miðað við hefðbundin kerfi. Kristján Björn Garðarsson, rekstrar- stjóri DNG, segir að kerfið hafi verið prófað við makríl- veiðar síðastliðið sumar og komið vel út. Tilgangurinn með nýja búnaðinum er að einfalda makrílveiðarnar. Þekkt er við makrílveiðar að blakkir eru nánast út um allan bátinn til búa til vegalengdina fyrir slóðana. Makrílveiðar eru ólíkar handfæraveiðum að því leyti að slóðinn er mun lengri, önglarnir smærri og minna bil á milli þeirra. Allt að 40 önglar eru á hverjum slóða. Algengast er að fimm rúllur séu um borð og hrað- inn í veiðunum er mun meiri en í öðrum handfæraveiðum. Línan gengur niður í sjó og nánast viðstöðulaust upp aft- ur. Sjálfvirkur búnaður sér um að slíta úr krókunum. Dregur úr hættu Vandamálið við hefðbundar aðferðir hefur verið að skapa vegalengd fyrir slóðann því ekki er hægt að vefja honum upp á venjulega rúllu án þess að önglarnir festist saman. Til þess að komast hjá þessu eru slóðarnir hengdir upp eftir endilöngum bátnum. Þetta skapar ákveðna hættu því sjómenn geta fengið öngla í sig því mikill hraði er í veið- unum. Einnig geta slóðarnir flækst saman með tilheyrandi töfum. Til þess að stunda veiðarnar með þessum hætti þarf ákveðna stærð af bátum. „Okkar kerfi býr yfir tveimur grundvallarþáttum. Annar er sá að slóðinn fer all- ur inn á kefli og ákveðinn búnaður þar sér til þess að hann flækist ekki saman,“ segir Kristján Björn. Keflin í makrílveiðikerfi DNG leiða af sér mun meira öryggi við veiðarnar því með hefðbundnum kerfum liggja slóðarnir yfir endilöngum bátnum í rúmlega mannhæð. Vindurinn getur feykt slóðun- um saman og sú hætta er fyr- ir hendi að sjómenn fái öngla í sig. Pakkað saman í eina einingu „Við höfum pakkað þessu saman í eina einingu sem er tiltölulega fyrirferðalítil. Kerf- ið gerir ekki sömu kröfu og áður um lengd á bát. Vissu- lega er búnaðurinn dálítið fyrirferðameiri en ein hand- færarúlla en í meðal bát er hægt að koma fyrir 5-7 svona stöðvum. Hefðbundna hand- færavindan sem við framleið- um er síðan drifbúnaður kerf- isins. Innbyggt í hana er mak- rílveiðiforrit. Þeir bátar sem eru ekki komnir með makríl- veiðikerfið okkar eru engu að síður langflestir að nota rúll- urnar okkar.“ Handfærarúllan er tengd við eininguna og í staðinn fyrir að nota hjólið, sem dreg- ur línuna við hefðbundnar handfæraveiðar, er tannhjól á rúllunni og reim sem drífur nýja búnaðinn. Segja má að nýja makríl- veiðikerfi DNG sé byltingar- kennt því það býður upp á mun meira öryggi við veiðar, það dregur úr töfum og gerir ekki sömu kröfu til rýmis og hefðbundin kerfi. „Við prófuðum búnaðinn með útvöldum bátum síðast- liðin tvö sumur. Annar bátur- inn var útbúinn með fimm Byltingarkennt makríl- veiðikerfi frá DNG Kristján Garðarsson, rekstrarstjóri DNG við nýja búnaðinn. M A K R Í L V E I Ð A R 16

x

Ægir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.