Ægir - 01.02.2013, Side 33
33
F I S K A F L I N N
Aflaverðmæti íslenskra skipa
nam 160,4 milljörðum króna
á árinu 2012, samanborið við
153,9 milljarða árið 2011.
Aflaverðmæti jókst því um 6,6
milljarða eða um 4,3% á milli
ára.
Aflaverðmæti botnfisks var
96,5 milljarðar sem er 0,7%
aukning frá árinu 2011 þegar
aflaverðmætið nam 95,9 millj-
örðum. Verðmæti þorskafla
var um 49,5 milljarðar sem er
6,8% aukning frá fyrra ári.
Aflaverðmæti ýsu, sem nam
12,2 milljörðum, jókst um
1,8% milli ára en verðmæti
karfaaflans, sem nam 14,5
milljörðum dróst saman um
2,9% miðað við árið 2011.
Verðmæti ufsaaflans jókst um
3,4% milli ára og nam 9,4
milljörðum króna á árinu
2012.
Miklar sveiflur í
uppsjávaraflanum
Verðmæti uppsjávarafla nam
um 46,7 milljörðum króna ár-
ið 2012, sem er 8,1% aukning
frá fyrra ári. Aflaverðmæti
loðnu nam 13,5 milljörðum
sem er 52,3% aukning saman-
borið við árið 2011 og verð-
mæti kolmunna, sem var 2,7
milljarðar árið 2012, jókst um
rúmlega 2,4 milljarða milli
ára. Aflaverðmæti síldar nam
14,6 milljörðum króna árið
2012 sem er 0,8% aukning
milli ára. Hins vegar dróst
aflaverðmæti makríls saman
um 19,1% frá fyrra ári og var
um 14,4 milljarðar. Nær eng-
inn annar uppsjávarafli var
veiddur á árinu.
Sjófrysting gaf eftir
Aflaverðmæti flatfisksafla
nam um 10,6 milljörðum
króna, sem er 2,7% aukning
frá 2011.
Verðmæti afla sem seldur
er í beinni sölu útgerða til
vinnslu innanlands nam 74,7
milljörðum króna á árinu
2012 og jókst um 16,0% milli
ára. Verðmæti afla sem
keyptur er á markaði til
vinnslu innanlands jókst um
7,1% milli ára og nam 20,7
milljörðum króna. Aflaverð-
mæti sjófrystingar nam 58,6
milljörðum árið 2012 sem er
6,3% samdráttur frá fyrra ári
en verðmæti afla sem fluttur
er út óunninn nam rúmum
5,4 milljörðum króna, sem er
18,0% samdráttur frá árinu
2011.
Aflaverðmæti jókst
um 4,3% milli ára
Tafla 1.
Tafla 2.
Verðmætiaflaeftirtegundlöndunarjanúar-desember2012
Milljónir króna Desember Janúar-desember Breyting frá
2011 2012 2011 2012 fyrra ári, %
Verðmætialls 10293 8242 153870 160438 4.3
Til vinnslu innanlands 3318 3199 64351 74678 16
Í gáma til útflutnings 496 263 6639 5442 -18
Landað erlendis í bræðslu 0 0 145 125 -14.3
Sjófryst 5110 3736 62498 58551 -6.3
Á markað til vinnslu innanlands 1315 1021 19352 20734 7.1
Sjófryst til endurvinnslu innanl. 23 0 192 338 75.8
Selt úr skipi erlendis 0 0 0 0–
Fiskeldi 0 0 0 0–
Aðrar löndunartegundir 30 24 692 570 -17.7
Verðmætiaflaeftirstaðsetninguverkunarstaðarjanúar-desember2012
Milljónir króna Desember Janúar-desember Breyting frá
2011 2012 2011 2012 fyrra ári, %
Verðmætialls 10293 8245 153870 160441 4.3
Höfuðborgarsvæði 3045 2696 31252 37148 18.9
Suðurnes 1840 1729 25911 26326 1.6
Vesturland 382 303 6913 7547 9.2
Vestfirðir 596 569 8041 10131 26
Norðurland vestra 908 854 10416 10975 5.4
Norðurland eystra 1137 776 24375 18064 -25.9
Austurland 823 683 20932 24379 16.5
Suðurland 1067 359 19246 19946 3.6
Útlönd 496 276 6785 5925 -12.7
Verðmæti loðnuafurða nam rúmum 13 milljörðum í fyrra og jókst um rösk 52%.