Ægir

Árgangur

Ægir - 01.02.2013, Síða 34

Ægir - 01.02.2013, Síða 34
34 F I S K V E I Ð I S T J Ó R N Í starfsskýrslu Fiskistofu fyrir árið 2012 kemur fram að 265 brotamál hafi komið upp á árinu vegna gruns um brot gegn lögum og reglum á sviði fiskveiðistjórnunar. Auk þess hafi 367 verið tekin til vinnslu vegna vanskila á afladagbók- um. Samtals voru 139 skip og bátar svipt veiðileyfi á árinu en útgerðir voru áminntar vegna brota í 18 málum. „Alls var fimm málum lok- ið með því að skip voru svipt veiðileyfi, sbr. heimild 15. gr. laga nr. 57/1996 um um- gengni um nytjastofna sjávar með síðari breytingum, vegna brota á lögum og reglum um vigtun og skráningu sjávar- afla. Þessar sviptingar stóðu mislengi, allt frá einni upp í fimm vikur. Skiptingin var með þeim hætti að þrír bátar voru sviptir leyfi til grá- sleppuveiða vegna brottkasts og tvö skip voru svipt veiði- leyfi vegna framhjálöndunar á afla. Þá er rétt að geta þess að í lok ársins voru enn til meðferðar 11 mál sem vörð- uðu brot gegn lögum og reglum um vigtun sjávarafla,“ segir í skýrslu Fiskistofu. Tvö skip voru svipt leyfi til strandveiða vegna brota gegn sérreglum sem um veiðarnar gilda. Önnur þessara svipt- inga mun, samkvæmt skýrslu Fiskistofu, koma til fram- kvæmda á strandveiðitíma- bilinu 2013. „Alls voru 11 skip svipt leyfi til grásleppuveiða á árinu og koma þær sviptingar til framkvæmda á grásleppu- veiðitímabilinu árið 2013. Auk þess var útgerð áminnt í níu málum. Í 43 tilvikum var skip svipt veiðileyfi vegna vanskila á afladagbók og eitt skip var svipt veiðileyfi vegna veiða í hrygningarstoppi. Þá var í einu tilviki erlent skip svipt leyfi til veiða innan fiskveiði- landhelgi Íslands þar sem ekki hafði verið virt bann við lúðuveiðum.“ Yfirlit­yfir­brotamál­2012 Brot gegn reglum um löndun 61 Framhjálöndun 2 Brot vigtunarleyfishafa 9 Undirmál 30 Tilgreining tegunda röng 10 Önnur brot 10 Brottkast afla 9 Brot gegn lögum og reglum um veiðileyfi 40 Grásleppuveiðar, brot gegn reglum 42 Strandveiðar, brot gegn reglum 71 Brot vegna afladagbóka 386 Skráning í afladagbók 19 Skil á afladagbók 367 Brot gegn reglum um afla til útflutnings 10 Brot gegn lögum um lax- og silungsveiði Önnur brot 9 Brotamál­alls­ 634 Meðferð­mála BROTAMÁL 2012 2011 Mál kærð til lögreglu 41 36 Áminningar er varða veiðileyfi 18 26 Veiðileyfasviptingar 20 15 Áminningar er varða vigtunarleyfi 1 2 Afturkallanir vigtunarleyfa 2 2 Tilmælum beitt 83 Ekkert aðhafst 27 Sent öðru stjórnavaldi til ákvörðunar 2 Málsmeðferð enn í gangi 21 VEIÐAR UMFRAM AFLAMARK Boðaðar veiðileyfissviptingar 865 722 Veiðileyfissviptingar vegna umframafla 18 17 VANSKIL Á AFLADAGBÓK­ Sviptingar vegna vanskila á afladagmbók 43 45 VANSKIL Á GREIÐSLUM Sviptingar vegna ógreidds veiðileyfagjalds 4 Sviptingar vegna ógreiddra álagninga 54 38 Hátt í 300 brot á lögum og reglum um fiskveiðistjórnun

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.