Ægir

Ukioqatigiit

Ægir - 01.03.2013, Qupperneq 8

Ægir - 01.03.2013, Qupperneq 8
8 Aflasamdráttur á fyrri helm- ingi yfirstandandi fiskveiðiárs nemur röskum 14% eða 119 þúsund tonnum miðað við fyrri hluta síðasta fiskveiði- árs. Skýringarinnar er alfarið að leita í minni loðnuafla milli ára en hann dróst sam- an um 138 þúsund tonn. Á móti kemur aukning í botn- fiskafla um 14 þúsund tonn en aflinn í skel- og krabbadýr- um er nánast sá sami á um- ræddum tímabilum. Í samantekt Fiskistofu fyrir fyrri hluta fiskveiðiársins kemur fram að íslensk skip veiddu um 17 þúsund tonn- um meira af þorski en á sama tímabili í fyrra. Það er aukning um 17%. Ýsuaflinn dróst hins vegar saman á milli ára um 5.300 tonn eða um 17,6%. Einungis um 30% leyfilegs afla í ýsu eru óveidd þegar fiskveiðiárið er hálfn- að. Athygli vekur að afli eykst í keilu um 23% og í löngu um tæp 29%. Í löngu var leyfilegur heildarafli auk- inn um 2.500 tonn á milli ára en leyfilegur heildarafli í keilu var skertur um 600 tonn. Nokkur aflaaukning er einnig í ufsa, en almennt er samdráttur í öðrum tegund- um og þar á meðal í flestum flatfiski, þó ekki í grálúðu og skarkola. Gott í uppsjávarfiski þrátt fyrir loðnuna Fiskistofa segir að vel hafi veiðst af uppsjávarfiski á fisk- veiðiárinu enda þótt loðnu- aflinn sé ekki eins mikill og hann var á fyrra ári. Sam- drátturinn í loðnuafla á milli fiskveiðiára nemur 31%. Aftur á móti hefur íslenska sumar- gotssíldin veiðst vel, eða 68,8 þúsund tonn, samanborið við 45,8 þúsund á fyrra ári. Um 10 þúsund tonna samdráttur er í afla á norsk-íslenskri síld frá fyrra ári. Samdráttur í humri og innfjarðarrækju Eins og áður sagði er afli í skel- og krabbadýrum álíka mikill í ár og á fyrra fisk- veiðiári, eða um 4.300 til 4.400 tonn, en samsetning aflans er gjörólík. Þannig hef- ur orðið 30% samdráttur í innfjarðarrækju frá fyrra ári, eða um tæp 350 tonn, sem og í humarveiðum en hum- araflinn minnkaði um tæp- lega 215 tonn. Einnig varð mikill samdráttur í öðrum skelfiski. Á móti kemur veru- leg aukning í úthafsrækjuafla sem fer úr 1.560 tonnum á fyrra fiskveiðiári í 2.576 tonn á fyrra helmingi þessa fisk- veiðiárs. Litlar sveiflur í nýtingu heimildanna Á fyrra helmingi fiskveiðiárs- ins 2012/2013 nýttu afla- marks skip um 60% af afla- heimildum sínum í þorski og er þá tekið tillit til flutnings heimilda frá fyrra fiskveiðiári, sérstakra úthlutana auk al- mennrar úthlutunar á grund- velli aflahlutdeildar. Þetta er hlutfallslega svipuð afla- marks staða og var um mitt fyrra fiskveiðiár. Þorskafli aflamarksskipa til kvóta á fyrra helmingi yfirstandandi fiskveiðiárs nam rúmum 80 þúsund tonnum samanborð við 68 þúsund tonn á fyrra ári. Ónýtt aflamark aflamarks- skipa í þorski nemur 52 þús- und tonnum samanborið við 46 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Þegar litið er til aflamarks í ýsu við lok fyrra helmings fiskveiðiársins er staða afla- marksskipa hlutfallslega betri en í þorskinum, rúm 46% kvótans er óveiddur. Á móti kemur að leyfilegur heildar- afli hefur farið minnkandi undanfarin ár. Óveitt afla- mark eftir fyrri helming fisk- veiðiársins er tæp 11,3 þús- und tonn samanborið við 14 þúsund tonn á sama tíma í fyrra. Aflamarksskip höfðu í lok febrúar nýtt 57,1% af afla- heimildum sínum reiknað í þorskígildum það sem af var fiskveiðiárinu samanborið við 58,5% á sama tíma í fyrra. Tölulegt yfirlit fyrri hluta yfirstandandi fiskveiðiárs: Loðnan skýrir alfarið 14% heildaraflasamdrátt milli ára F I S K V E I Ð A R 17% meira veiddist af þorski fyrstu sex mánuði fiskveiðiársins en á sama tímabili í fyrra.

x

Ægir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.