Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Síða 11

Ægir - 01.03.2013, Síða 11
11 S M Á B Á T A Ú T G E R Ð krónur eins og gömlu hrogn- in frá síðustu vertíð voru að seljast á. Ný hrogn hljóta að teljast vera eftirsóknarverðari vara,“ segir Magnús Ölver. Hann segir að verðfallið sé mikið og erfitt viðureignar. Hann hefur þá skýringu að á sínum tíma þegar verð á hrognum fór snarhækkandi hafi margir ákveðið að reyna fyrir sér á grásleppunni og offramboð orðið í kjölfarið á hrognum. „Þetta er svona í flestu. Þegar einn er að gera það gott ætla allir aðrir að gera það gott og í kjölfarið hrynur markaðurinn.“ Ekki sleppt úr grásleppuvertíð í 20 ár Magnús Ölver hefur verið við grásleppuveiðar undanfarin 20 ár og ekki sleppt úr vertíð allan þennan tíma. „Stundum voru ekki nema þrír til fimm bátar á grá- sleppu hérna í flóanum en um leið og verðið hækkaði fjölgaði þeim verulega þannig að það var nánast hægt að ganga þurrum fótum yfir fló- ann á baujum. Það eru reyndar töluvert færri á veið- um núna og færri net í sjó. Ég ímynda mér líka að það sé einmitt ástæðan fyrir betri veiði núna. Það eru vissulega færri núna um þá fiska sem þarna eru. Ég er þeirrar skoð- unar að grásleppustofninn sé í fínu lagi og það má ekki síst heimfæra upp á ágæta vertíð í fyrra.“ Vertíðin stendur einungis yfir í 30 daga og segir Magn- ús Ölver að sumir hafi náð jafn miklum afla á 20 dögum og allri vertíðinni í fyrra. Hann komst sjálfur í 92 tunn- ur í fyrra og var kominn með kominn með 46 tunnur þegar Ægir ræddi við hann. „Við vorum að róa lengst í norður, um fimm tíma stím, og það var ekki nóg upp úr því að hafa. Það er hins veg- ar minni veiði hérna núna. Það virðist vera sem bátarnir sem eru hérna nánast uppi í fjöru séu að veiða mest og sömuleiðis bátarnir sem eru nyrst. Þeir í miðjunni virðast fá minna. En það er ekki fyrir hvern sem er að fást við veið- arnar uppi í fjörunum. Ég er með 18 tonna bát og fer ekki jafn grunnt og litlu trillurnar.“ Vil sækja sjóinn meðan ég get Faðir Magnúsar, Ásbjörn Magnússon, var um áratuga skeið við grásleppuveiðar frá Drangsnesi og á ennþá bát. Hann hefur hins vegar alfarið snúið sér að hótelrekstri á staðnum. Hann rekur gisti- húsið Malarkaffi þar sem er gisting fyrir 40 manns ásamt veitingastað. „Þetta er fínn bransi fyrir þá sem það kunna að meta, en ég er ekki í þeim hópi - alla vega ekki ennþá. Ég vil sækja sjóinn meðan ég get. Það gefur mér ekki mikið í aðra hönd að vera til sjós en það veitir mér mikla ánægju og frelsi. En launin eru ekki nema 4 til 5 milljónir kr. á ári. Kvótinn er ekki mikill en bát- urinn er stór, ein 18 tonn. Við höfum verið á strandveiðum og grásleppu og byggðar- kvótinn okkar er tíu tonn.“ Magnús Ölver segir að sáralítill kvóti sé eftir í Drangsnesi og kveðst ekki hafa bolmagn til að fara út á leigumarkaðinn. „Þegar við keyptum þenn- an bát ætluðum við að leigja ýsukvóta því það var mjög góð ýsuveiði hérna fyrir fimm árum. Þá var leigan á ýsu- kvóta 50 krónur en á meðan við vorum að útbúa bátinn og gera okkur klára þá hækkaði verðið og endaði í 180 krónur á fjórum mánuð- um. Þar með var grundvöllur- inn brostinn,“ segir Magnús Ölver sem þar með var rok- inn í að sinna netunum. Hann sá fram á mikla vinnu enda hafði verið haugasjór og von á miklum þara í netun- um. Góð meðal- vertíð hjá okkur á grá- sleppunni

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.