Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2013, Side 16

Ægir - 01.03.2013, Side 16
eins og með allt. Það sem lukkast vel er skemmtilegt, alveg eins og hversu leiðin- legt getur verið þegar ekkert veiðist. Þannig er þetta bara með allan veiðiskap.“ Hann segir að það hafi svo sem enginn dýrðarljómi verið yfir veiðunum þá daga í fyrra þegar hann þurfti að keyra langt suður eftir og elta makrílinn heilu dagana án þess að nokkuð veiddist. Makríllinn á stanslausu flakki „Makríllinn er á stanslausu flakki. Hann hefur engan sundmaga og er bara á fleygi- ferð. Hann er einstaklega sprettharður. Við sáum það svo vel þegar hann kom hérna inn í Friðarhöfn. Hann gerði sig sýnilegan í öðrum enda hafnarinnar og á einu augnabliki þyrlaðist allt upp hinum megin í höfninni þeg- ar torfan var allt í einu komin yfir. Hann verður að vera á ferðinni því annars sekkur hann bara. Hann þarf líka gríðarlega mikla fæðu því það fer óhemju orka í þetta flakk á honum. Hann étur sandsíli, átu, ýsu-, grásleppu-, lax- og silungsseiði og eigin- lega allt sem fyrir honum verður, held ég.“ Sigurður hefur mest verið einn við veiðarnar og bátur- inn er tæp tíu tonn. Hann segir að það sé dálítið erfitt að vera einn í þessu og reyndar eiginlega ekki hægt á makrílveiðum. „Það er svo mikið af krók- um og þetta getur orðið hættulegt ef maður varar sig ekki. Ég var bara með þrjár virkar rúllur á þessum veið- um í fyrra og það var alveg yfirdrifið nóg fyrir mig einan.“ Sigurður segir að stefnan sé sett á að auka afkasta- getuna og er búið að setja Sonar leitartæki um borð í bátinn. Ætlunin er að vera með fimm slítara og ætlar Sigurður að vera með mann með sér um borð í sumar. Hann býst ekki við að makríllinn fari að gefa sig að ráði fyrr en líður á júlímánuð. Oft náist lítill árangur þegar makríllinn er vaðandi í torf- um en veiði batni þegar hann haldi sig dýpra í sjónum. „Ég hef reynt að veiða hann svona í yfirborðstorfum en þá heldur hann sig bara á yfirborðinu og eltir krókinn ekki eins mikið niður.“ Sigurður er þeirrar skoð- unar að rík ástæða sé til að auka makrílkvótann og gefur lítið fyrir andstöðu Evrópu- sambandsins við veiðar Ís- lendinga sem sambandið tel- ur vera óheftar. „Við erum að ala makríl- inn upp og fita hann innan okkar lögsögu þar sem hann ryksugar upp æti sem aðrar tegundir þrífast á. Mér finnst vanta dálítið upp á að stjórn- málamennirnir sýni þessu Sigurður landar góðum makrílafla í Vestmannaeyjum. Á miðunum um borð í Hlödda. Framundan veður makríltorfa í yfirborðinu. 16 S M Á B Á T A Ú T G E R Ð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.