Ægir - 01.03.2013, Síða 17
17
skilning og því að það hafa
orðið miklar breytingar í haf-
inu sem hafa áhrif á göngu
fiskistofna.“
Kallar eftir meiri kvóta
Sigurður segir að mikill áhugi
sé fyrir makrílveiðum á Ís-
landi og er þeirrar skoðunar
að það ætti að gefa veiðar
smábáta frjálsar. Nú verður
leyft að veiða 3.200 tonn á
línu og handfæri á tímabilinu
1. júlí til 31. desember. Sig-
urður segir að náist ekki sam-
staða um frjálsar veiðar í ná-
inni framtíð ætti í það
minnsta að auka kvóta smá-
bátanna verulega, upp í 10-20
þúsund tonn. En þar með er
sagan ekki öll sögð því sam-
hliða yrði vinnslan í landi að
þróast mikið. Smábátarnir
bera makrílinn á land sprikl-
andi ferskan og því um al-
gjört gæðahráefni til mann-
eldis að ræða.
„Það þarf að vera meiri
vinnsla á þessu gæðahráefni
og þarna fara sannarlega
saman veiðar og vinnsla. En
miðað við framþróunina sem
hefur orðið í makrílveiðum á
þessum stutta tíma þyrfti að
auka kvótann upp í hið
minnsta 7-8 þúsund tonn,
einungis til að halda í við
framþróunina í veiðunum,“
segir Sigurður.
Makrílbátarnir Siggi Bessa og Hlöddi vel græjaðir á miðunum.
Matís ohf. er í mörgum skilningi mikilvæg auðlind fyrir Íslendinga. Fyrirtækið er lykilaðili í
matvælarannsóknum og matvælaöryggi og hefur að baki sér þekkingu 100 starfsmanna
sem eru sérfræðingar og vísindamenn á ólíkum sviðum.
Rannsóknir eru íslenskum sjávarútvegi mikilvægar því þæ styðja framþróun, nýsköpun og
markaðsstarf greinarinnar. Hjá Matís er stöðugt unnið að fjölda rannsóknarverkefna sem
tengjast sjávarútvegi með ýmsum hætti. Þannig leitum við sífellt svara og vitum alltaf
meira í dag en í gær.
Rannsóknir
í þágu sjávarútvegs
Stefna Matís er að
... vera framsækið þekkingarfyrirtæki sem eflir samkeppnishæfni
Íslands og skilar þannig tekjum til íslenska ríkisins
... vera eftirsóttur, krefjandi og spennandi vinnustaður með fyrsta
flokks aðstöðu þar sem starfsmenn njóta sín í starfi
... hafa hæft og ánægt starfsfólk
Gildi Matís
Frumkvæði
Sköpunarkraftur
Metnaður
Heilindi
Hlutverk Matís er að
... efla samkeppnishæfni íslenskra afurða og atvinnulífs
... tryggja matvælaöryggi og sjálfbæra nýtingu um-
hverfisins með rannsóknum, nýsköpun og þjónustu
... bæta lýðheilsu
www.matis.is
S M Á B Á T A Ú T G E R Ð