Ægir

Årgang

Ægir - 01.03.2013, Side 19

Ægir - 01.03.2013, Side 19
19 Guðlaugur Birgisson, skip- stjóri á Öðlingi SU 19, er lítið fyrir að barma sér enda engin ástæða til þess. Fyrirtækið á Djúpavogi gengur vel og það stendur líka mikið til í sumar. Guðlaugur var á leið til Djúpavogs frá Norðfirði þeg- ar rætt var við hann en þar höfðu gúmbjörgunarbátarnir hans verið í yfirhalningu. Það er nefnilega undirbúningur í fullum gangi og nýlega fór báturinn í yfirhalningu hjá Siglufjarðar-Seig og segist Guðlaugur aldrei fara annað með bát sinn í slipp eftir að hafa kynnst þeim frábæru vinnubrögðum sem þar eru viðhöfð. „Báturinn var orðinn tíu ára gamall og hafði aldrei verið neitt sérstakt viðhald á honum. Ég sigldi honum norður og fékk hann eins og splunkunýjan til baka. Við vorum að íhuga að kaupa nýjan bát en það er óvissa yfir þessu öllu og við töldum þetta ekki rétta tímapunktinn til þess. Maður er nefnilega að setja sig í stellingar fyrir komandi vertíð og það er að mörgu að huga,“ segir Guð- laugur. Kolféll fyrir makrílveiðiskapnum Báturinn er 15 tonn og hefur reynst Guðlaugi vel. Hann var smíðaður á Akranesi hjá Bátasmiðju Guðgeirs árið 2002. Hann er tólf metra langur og 3,2 metrar á breidd og búið er að setja á hann síðustokka. Segir Guðlaugur að báturinn sé ekkert síðri en nýjustu bátarnir í dag. „Ég er á línu, langri línu með frá 36 upp í 48 bala, en svo hef ég reynt að vera á handfærum á sumrin. Það ræðst svo af verði á leigu- markaði og ýmsu öðru hvort það takist eða hvort ég er bara áfram á línunni,“ segir Guðlaugur sem, eins og margir aðrir, ætlar sér á makrílveiðar í sumar. „Ég fór nokkra túra með félaga mínum frá Hornafirði sem hefur náð góðum tökum á makrílveiðunum og ég ger- samlega kolféll fyrir þeim. Þetta er allt öðruvísi veiði- skapur en ég er vanur og sér- staklega skemmtilegur,“ segir Guðlaugur. Framúrskarandi fyrirtæki ársins 2012 Guðlaugur var að fjárfesta í rúllum frá DNG á Akureyri sem taka krókana inn á sig. Hann verður með þrjár slíkar rúllur og fjórar rúllur þar sem krókarnir hanga yfir þilfarinu. „Þeir eru mjög seigir þarna fyrir norðan og ég veit að ég er að fá alveg toppgræjur frá þeim.“ Tryggvi Gunnlaugsson, frændi Guðlaugs, er meiri- hlutaeigandi í útgerðinni sem heitir Eyjufreyjunes eftir sam- nefndum tanga í Berufirði þaðan sem þeir frændur eiga ættir sínar að rekja. Fyrirtæk- ið varð 20 ára í desember á síðasta ári. Þegar Guðlaugur settist aftur að á Djúpavogi eftir nám réði hann sig sem skipstjóra á Öðling. Þegar hann svo stofnaði fjölskyldu keypti hann sig inn í fyrirtæk- ið og tók við rekstri þess. Fyrirtækið hlaut viðurkenn- ingu sem Framúrskarandi fyr- irtæki ársins 2012. „Þetta kom mér algjörlega í opna skjöldu og ég hló nú bara að þessu fyrst. Félagi minn einn sem þekkir vel inn í atvinnulífið sagði mér svo að það væru mörg fyrirtæki að keppast um að ná þessum stimpli ár eftir ár. En síðan datt þetta bara inn um bréfa- lúguna hjá okkur,“ segir Guð- laugur og hlær. Fyrirtæki þeirra frænda er að skapa talsverða atvinnu á Djúpavogi og þeir reyna að láta sem mest verða eftir í heimabyggð. Veiða að jafnaði um 250 tonn á ári „Við reynum að reka lifandi fyrirtæki en við erum ekki Guðlaugur Birgisson, smábátasjómaður á Djúpavogi: Þýðir ekkert að væla heldur bera sig eftir björginni Guðlaugur verður með sjö rúllur á makrílveiðunum í sumar. S M Á B Á T A Ú T G E R Ð

x

Ægir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.