Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Síða 24

Ægir - 01.03.2013, Síða 24
24 Æ G I S V I Ð T A L I Ð það atriði sem mér finnst muna mest um frá því sem áður var.“ Róið þegar besta verðið er í boði Smábátaflotinn er í dag mjög öflugur og óumdeilt að hann gæti afkastað mun meiru í veiðum. Vegna takmarkaðra veiðiheimilda segir Gestur nauðsynlegt að hugsa útgerð- ina út frá hagkvæmni, fylgjast með mörkuðum og fiskverði og stýra sókninni út frá því að fá sem mest út úr hverju kílói sem veiðist. „Ég gæti veitt mun meira á bátinn og það gildir almennt um okkur sem erum í greininni. Á þann hátt skýtur dálítið skökku við að þróunin sé sú að smábát- um fjölgi stöðugt,“ segir hann. „Þetta er þannig að á ákveðnum tímabilum ársins eru verð á þorskinum hærri og þá reynir maður að sækja þann kvóta. Þessi árin gengur ýsa mikið inn í Eyjafjörðinn á haustin og þá er mjög hag- kvæmt að sækja hana, stutt að fara og lítill olíukostnaður. Stundum þarf ekki að fara nema stutt hér út á vík en ég hef líka stundum farið alveg inn undir Akureyri til að veiða ýsuna. Verðið á henni er yfirleitt alltaf gott á haustin og þá reynir maður að róa fyrri hluta vikunnar því verð- ið lækkar þegar kemur fram undir helgar. Svona verður hugsunin að vera í þessu – að stýra sókninni eftir hag- kvæmni og fiskverði,“ segir Gestur en hann hefur síðustu sumur einnig verið í strand- veiðinni og gert þá út frá Grímsey en sótt fram að Kol- beinsey. „Ástæðan er sú að þar næ ég í besta fiskinn, aflann sem ég fæ mest fyrir. Þegar takmörkun er á magn- inu, ekki síst eins og þetta er í strandveiðinni, þá verður að vinna þetta svona. Því miður er of mikið um lélegan fisk af strandveiðibátunum, fisk sem vinnslurnar eiga í vandræð- um með. Ekki vegna þess að meðferðin sé ekki lagi heldur vegna þess að ekki er hugsað um að fara þar sem er betri fiskur og laus við orm,“ segir Gestur en hann hefur fiskað þorsk- og ýskukvótann á haustin og fram eftir vetri, farið á grásleppu á vorin og síðan í strandveiðar á sumrin. Markaðshugsun hluti af góðri umgengni við auðlindina Verð á þorski hefur að und- anförnu farið niður undir 150 krónur á kíló sem fyrst og fremt skýrist af miklu fram- boði á þorski frá Noregi en þar er fiskveiðiárið miðað við almanaksár og göngur af þorski inn á grunnslóð við Noreg á útmánuðum. Síðan gengur þorskurinn aftur norður í Barentshaf til hrygn- ingar og þá fer markaðsverð á þorski hækkandi á nýjan leik. Þetta er markaðshringrás sem Gestur og aðrir þeir sem hafa lífsviðurværi af sjávarút- vegi fylgjast með og þurfa að laga sig að. „Ólíkt Norðmönnum höf- um við hér aðgang að þorsk- inum á grunnslóð árið um kring og getum því betur lag- að okkur að markaðsþróun- inni. En þetta er líka hluti af góðri umgengi um auðlindina – að skapa sem mest verð- „Í dag krefjast kaupendur afurða að veiðar séu sjálfbærar og við verðum að laga okkur a þeim kröfum. Það gerum við ekki með því að hunsa vísindalegar rannsóknir og gefa frjálsa sókn í einstaka stofna eða veiðisvæði,“ segir Gestur. „Hagkvæmnin gæti hins vegar verið mun meiri í strandveiðinni ef skammturinn væri meiri á dag. Olíukostnaðurinn hækkar lítið þó leyft væri að veiða mun meira á dag og þannig væri tilkostnaðurinn á bak við hvert tonn minni. Með öðrum orðum eru veiðarnar ekki nógu arðbærar að mínu mati og þá næst ekki það markmið sem talað er um sem rök fyrir strandveiðum, þ.e. að nýliðun aukist.“

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.