Ægir

Árgangur

Ægir - 01.03.2013, Síða 29

Ægir - 01.03.2013, Síða 29
29 F R É T T I R Hraðfrystihúsið Gunnvör í Hnífsdal hefur keypt flökunar- vél frá Baader sem sérstak- lega er miðuð við stóran fisk. Með því bregst fyrirtækið við stöðugt stækkandi fiski í afla en fram til þessa hefur HG sent stóra fiskinn óunninn á markað. Í samtali við blaðið Bæjar- ins Besta á Ísafirði segir Krist- ján G. Jóakimsson, vinnslu- og markaðstjóri að nýja vélin ráði fyrir flökun á allt að 13 kg þorski en afurðirnar eru sendar á Bandaríkjamarkað. HG hefur raunar beint í vax- andi mæli áherslu sinni að Bandaríkjamarkaði til að létta á sókn á Suður-Evrópumark- að þar sem hvað mest kreppa er um þessar mundir. „Þetta skilar betri verði en í Suður Evrópu sem hefur verið okkar aðalmarkaður undanfarin ár. Staðan þar er erfið, mikið atvinnuleysi meðal ungs fólks og kaupget- an minni. Eftir sem áður er þetta mikilvægasti markaður- inn okkar en við náum að létta á honum með því að færa hluta af framleiðslunni til Bandaríkjanna. Við þurfum samt að halda áfram að passa upp á góða viðskiptavini í Suður-Evrópu,“ segir Kristján í viðtalinu við BB á Ísafirði. Stöðugt stækkandi þorskur á Íslandsmiðum þrýstir á þróun í vinnslutækninni, líkt og nýja vélin hjá HG er dæmi um. Hún ræð- ur við flökun á þorski allt að 13 kg. HG í Hnífsdal: Ný flökunarvél fyrir stórþorskinn

x

Ægir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ægir
https://timarit.is/publication/584

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.