Tímarit Máls og menningar


Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 16

Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Síða 16
Tímarit Máls og menningar Hvernig sem litið er á forsögu Alþýðubandalagsins held ég að því verði varla á móti mælt að flokkurinn hafi þróast til hægri. Þau Ijós sem þar skína nú skærast eiga fasst til snefil af sósíalískri hugsun svo ekki sé minnst á marx- isma. Þetta verður ekki sagt um gömlu mennina. Ég er þeirrar skoðunar að Alþýðubandalagið sé á hraðri leið inní borgaraskapinn (eins og hann er nú geðslegur), og að hraðinn ráðist fremur af móttökuvilja andstæðinganna en sjálfstæðri stefnu flokksins. Ef svo fer fram sem horfir tel ég óhjákvæmilegt að Alþýðubandalagið togi Mál og menningu með sér niðrí fenið. Þetta er aðalatriðið. Aukaatriði — reyndar nógu bagalegt — er óhagur sá sem Máli og menningu er af tengslum við flokk þar sem „félagarnir" hegða sér sumir eins og væru þeir innstu koppar í búri íhaldsins og hefðu ekkert þarfara að gera en að berja hver á öðrum handan allra málefna og þá helst einhvers- staðar í útjaðri hreyfingarinnar þar sem fáir sjá til. Fyrir þessu fékk Mál og menning áþreifanlega að finna þegar Þröstur Ólafs- son var ráðinn framkvæmdastjóri. Sem voru mikil mistök, það sé ég núna þó ég hafi verið hlynntur því þá. Ekki svo að skilja að Þröstur hafi ekki verið starfinu vaxinn. Þótt hann hefði að ósekju mátt hafa meiri reynslu af bóka- útgáfu er mér enn til efs að völ hafi verið á öðrum betri. En það fylgdi böggull skammrifi. Þröstur reyndist eiga ófáa andstæðinga og hatursmenn í Alþýðu- bandalaginu, reiðubúna til að tæta hann í sig, persónu hans fremur en störf hans og skoðanir. En gagnstætt því sem ókunnugir gætu haldið, þá var þessi „bar- átta“ ekki háð fyrir opnum tjöldum í málgögnum flokksins og á fundum hans. Hún var háð baktjaldamegin, að mestu utan flokksins og þá ekki síst í Máli og menningu. Þar skyldi gert útaf við djöfsa í eitt skipti fyrir öll. Og aðferð- irnar voru flestar af því taginu sem ég hélt í einfeldni minni að viðgengist ekki nema í harðsvíraðasta hluta viðskiptaheimsins, frímúrarareglunni á Akur- eyri og stalínískum flokkum. Allur sá hroði væri efni í langa grein, ef ekki bók. Atlagan hefur samt ekki tekist, Þröstur er þarna ennþá og viðkomandi smá- kóngar og smádrottningar Alþýðubandalagsins hafa lítið annað haft uppúr krafsinu en opinberun síns pólitíska siðgæðis. En eins og geta má nærri hefur Mál og menning lítinn hag haft af þessu stríði. Með hliðsjón af einkar bág- bornum fjárhag félagsins finnst mér ganga kraftaverki næst að þessi gaura- gangur skuli ekki endanlega hafa stöðvað í því sigurverkið. Og þessu er tæplega lokið þótt hríðinni hafi slotað um sinn. Því enga trú hef ég á því að Baktjaldabandalagið taki stökkbreytingum til hins betra, enn síður að sá þrjóski Þröstur yfirgefi ljónagryfjuna. Þó ekki sé nema þess vegna getur Mál og menning átt von á óþægindum í hvert skipti sem hriktir í valda- strúktúr flokksins. Skipulagsvandi Máls og menningar er með öðrum orðum ekki aðeins spurn- 6
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122
Síða 123
Síða 124
Síða 125
Síða 126
Síða 127
Síða 128
Síða 129
Síða 130
Síða 131
Síða 132

x

Tímarit Máls og menningar

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tímarit Máls og menningar
https://timarit.is/publication/1109

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.