Tímarit Máls og menningar - 01.03.1978, Page 19
Ádrepur
hlaðið sigursælli sannfæringu: Ég er þér hjartanlega ósammála. Reynslan hefur
kennt okkur, að það er alltaf best sem alltaf hefur verið.
Ég get ekkert sagt. Hugsa aðeins: þetta eru erfiðir tímar.
Og þannig slímm við talinu.
Vésteinn Lúðvíksson.
Tíðindi framundan?
Að undanförnu hafa þeir atburðir gerst hérlendis sem gefa tilefni til nokkurrar
umhugsunar. Hér er átt við nýgerðar efnahagsráðstafanir ríkisstjórnarinnar og
eftirmál þeirra, sem enn er aðeins hægt að ráða í.
Nú eru efnahagsráðstafanir engin nýlunda á þessu hrjóstruga landi. Þær fylgja
leikárinu, eins og aðrar sýningar, og eru þeim í litlu frábrugðnar, nema þar er
um skyldumætingu landsmanna að ræða. Það sérstæða við núverandi ráðstafanir
er að þeim er ekki ætlað að leysa neinn vanda, heldur eiga þær að búa tii póli-
tíska kreppu. Með lögbindingu tillagnanna er verkalýðshreyfingin skoruð á
hólm — endurvakið er hatrammt stéttastríð. Á ný skal reynt að breyta því
þjóðfélagslega valdajafnvægi milli verkalýðsstéttar og auðstéttar sem staðfest var
vorið 1942.
Efnahagsúrræðin eru borin uppi af tveimur meginþátmm: Annars vegar 15%
gengisfelling, hins vegar skerðing verðlagsbóta á laun. Stjórnarandstaðan hafði
lítið fram að færa annað en heldur saklausar ábendingar um lækkun ríkisút-
gjalda, tillögur sem gáfu til kynna að hægt væri að leysa efnahagsvandann án
þess neinn þyrfti að fórna neinu.
En ríkisstjórnin felldi gengið. Sömu áhrifum gat hún náð þegjandi og hljóða-
laust með örara gengissigi. Gengisfellingin var því framkvæmanleg án lögfest-
ingar, enda hefur gengið verið fellt þannig í hartnær þrjú ár.
Um vísitöluskerðinguna gegndi öðru máli. Til að koma henni í höfn þurfti
lagasetningu, en það hlýmr ríkisstjórnin að hafa vitað að verkalýðshreyfingin
myndi leggja allt kapp á að hrinda slíkri skerðingu. í þjóðfélagi með 40—50%
árlega verðbólgu er vísitölubinding eina vörn verkafólks gegn kjaraskerðingu.
Auk þess má ekki gleyma því að sólstöðusamningarnir voru aðeins liðlega hálfs
árs gamlir, en samningar ríkisstarfsmanna naumast komnir að fullu til fram-
kvæmda. Siðleysi ríkisvaldsins gagnvart starfsmönnum sínum er áberandi og
bendir ekki til þess að fara eigi með friði.
Fullvíst má telja að verkalýðshreyfingin hrindi þessum lögum ef henni
tekst að haga baráttu sinni þannig að ekki verði úr þingrofi og nýjum kosn-
ingum, en á það verður að leggja mikið kapp. Ekki verður með neinni
9